Alba Berlín átti ekki í miklum vandræðum með Bonn í dag og vann á endanum sjö stiga sigur, 93-86. Liðin voru að mætast í þriðja sinn og þurfti Bonn á sigri að halda til að eiga möguleika á gera seríuna spennandi. Það gekk ekki og Alba Berlín komið í undanúrslit.
Martin var duglegur að mata félaga sína af stoðsendingum en alls gaf hann sex slíkar og skoraði jafn mörg stig. Þá tók hann eitt frákast. John Thiemann og Louis Olinde voru stigahæstir hjá Alba Berlín með 18 stig hvor.