Ástæða fyrir því að spenna beltin í flugi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 19:54 Vísir/Vilhelm Vanir flugfarþegar þekkja það að upplifa mikla ókyrrð um borð. Það getur valdið örum hæðabreytingum í flugi og veldur mörgum einnig miklum óþægindum. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir ástæðu fyrir því að mælst sé til þess að farþegar sitji með sætisólar spenntar á meðan flugi stendur. Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks. Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í harkalegri ókyrrð á leið sinni frá Lundúnum til Singapúr með þeim afleiðingum að breskur farþegi á áttræðisaldri lést og þrjátíu slösuðust. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvað gerðist en samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins var það líklega hjartaáfall sem dró manninn til bana. Mikilvægt að hlýða öryggistilmælum Lítið er vitað með vissu um aðstæður þegar ókyrrðina bar að en Jón Þór segir að atvik sem þessi sýni fram á mikilvægi þess að farþegar hlýði öryggistilmælum áhafnar. „Hjá öllum flugfélögum sem ég þekki til þá er tekið fram í ræðum flugstjóra að menn mælist til þess að fólk sé með sætisólar spenntar þegar setið er. Hins vegar eru sætisólaljósin slökkt til þess að fólk geti brugðið sér á salernið. Reglan er sú og þetta er yfirleitt tekið fram í ávarpi flugfreyju líka að fólk sitji með sætisólar fast spenntar. Það er akkúrat af þessari ástæðu,“ segir Jón Þór. Hann segist þó lítið ekkert vita um aðstæður flugs Singapore Airlines en að ákveðin veðurskilyrði geti valdið harkalegri ókyrrð. „Flugmenn fara ítarlega yfir veðurspár á flugleiðum í undirbúningi flugs og fylgjast síðan með hvort það séu einhverjar breytingar í veðri og reyna þá að fara fram hjá slíku. En það getur alveg komið til að það sé svokölluð heiðkvika sem er ekki í spá,“ segir Jón Þór. Engar áhyggjur af vélunum Þar sem loftið í háloftunum er þurrt og lítið um ský er loftið að jafnaði tært og ókyrrðin ósýnileg þótt hún sé áþreifanleg, að því er segir á Vísindavefnum. Jón Þór segir að mikil ókyrrð ógni þó ekki sterkbyggðum flugvélunum. „Hættan er í því að einhver geti slasast um borð í ókyrrð. En þessar vélar eru ótrúlega sterkbyggðar þannig maður hefur ekki áhyggjur af því að vélin skemmist en fólk getur slasast. Maður hefur áhyggjur af því,“ segir hann. Eru flugmenn þjálfaðir í að bregðast við slíkum aðstæðum? „Já, það eru verkferlar í kringum það sem allir flugmenn kunna,“ segir Jón Þór. „Það er almenn og viðtekin regla í farþegaflugi að sætisólar séu hafðar spenntar og að setið sé í sætum á meðan flugi stendur. Það er meira að segja farið fram á það að fólk sitji með sætisólar fast spenntar þar til fólk er komið upp að flugstöðvarbyggingu og búið er að slökkva á sætisbeltaljósinu aftur. Það er bara til að koma í veg fyrir slys eða eitthvað óðagot ef að eitthvað kemur upp á,“ segir Jón Þór loks.
Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Singapúr Bretland Tengdar fréttir Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03 Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Íslendingur á meðal farþega í flugvélinni Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar. 21. maí 2024 16:03
Einn látinn eftir mikla ókyrrð í lofti Einn lét lífið og rúmlega þrjátíu slösuðust þegar farþegaþota frá Singpore Airlines lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni frá London til Singapore. 21. maí 2024 11:11