„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 21:52 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þakkar Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar, fyrir leikinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
„Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Fleiri fréttir Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira