„Ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 21:52 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þakkar Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar, fyrir leikinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í 7. umferð Bestu deildar karla. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með stigin þrjú eftir leik. „Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Sjá meira
„Það var ljúft að vinna. Þetta endaði þannig að við þurftum að halda þetta út. Það var of langur tími að gera það í 15-20 mínútur. Mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og komum okkur í færi til að skora fleiri mörk en náðum því ekki. Við vorum að mæta sterku liði sem henti öllu fram undir lokin og við þurftum að hafa fyrir hlutunum og gerðum það vel,“ sagði Halldór í samtali við Vísi og bætti við að þetta hafi verið sætur sigur. Bæði mörk Breiðabliks komu í fyrri hálfleik og Halldór var ánægður með spilið hjá sínu liði sem skilaði tveimur mörkum. „Mörkin komu eftir frábærar sóknir. Mér fannst við byrja leikinn vel og vorum með góða stjórn á leiknum og komum okkur í góðar stöður og ég var ánægður með það. Um miðjan fyrri hálfleik fannst mér við fara að verja 1-0 forskot en þetta var opinn og skemmtilegur leikur.“ Eina mark Stjörnunnar kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks og Halldór viðurkenndi að það var þungt farandi inn í hálfleik. „Þetta fræga þriðja mark kom rétt fyrir hálfleik. Markið kom úr uppspili þar sem við vorum með klippurnar klárar í hálfleik og það var svekkjandi. Eftir að þeir spiluðu í gegnum fyrstu pressuna áttum við að gera betur og það er mikil munur á 2-0 og 2-1 þannig að það var svekkjandi að vera ekki með tveggja marka forskot í hálfleik.“ Damir Muminovic gerðist brotlegur inn í teig og fékk á sig vítaspyrnu. Damir tæklaði Örvar Eggertsson og Halldór hefði viljað sjá hann standa í lappirnar. „Það er ágæt regla fyrir varnarmenn að standa í lappirnar. Hann veit það sjálfur en stundum í hita leiksins þá gleymist það og þetta var klaufalegt og óþarfi en vandamálið byrjaði ofar í pressunni.“ Stjarnan fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn undir lokin og Halldór viðurkenndi að hann hafi verið orðinn stressaður á hliðarlínunni. „Mér fannst þetta of langur tími. Auðvitað er það þannig að maður er stressaður á hliðarlínunni þegar að maður er lítið með boltann en raunverulega voru þeir ekki að skapa mikið og mér fannst við standa þetta vel af okkur en þetta var of langur tími. Þegar að við unnum boltann hefðum við átt að halda betur í hann en við lærum af því og höldum áfram,“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Sjá meira