Almannahagur eða nýfrjálshyggja? Reynir Böðvarsson skrifar 22. maí 2024 10:45 Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun