Almannahagur eða nýfrjálshyggja? Reynir Böðvarsson skrifar 22. maí 2024 10:45 Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er nokkuð ljóst að fylgi Höllu Tómasdóttur fer upp á meðan fylgi Höllu Hrundar fer niður í síðustu tveimur skoðanakönnunum. Um svipaða stærð af breytingu er að ræða hjá þeim báðum bara með ólíkum formerkjum. Einfaldasta túlkunin á þessari hreyfingu er að stuðningur við Höllu Hrund hafi færst yfir á stuðning við Höllu Tómasdóttur á þessu tímabili því lítil hreyfing er á fylgi annara frambjóðenda. Ef þessi einfalda túlkun er rétt þá kemur þessi færsla þarna á milli mér nokkuð á óvart, svo görólíkir frambjóðendur sem mér finnst þær vera. Halla Hrund er sprottin upp úr íslenskum jarðvegi gamalla gilda um samvinnu og samstöðu þar sem fólk tekur höndum saman og leysir þau mál sem fyrir liggja, stór sem smá. Hún hefur ekki notað tungumál stjórnmálanna en það er erfitt að lesa annað úr hennar áherslum en að hún aðhyllist jöfnuð í samfélaginu framar öðru. Hún hefur lagt áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og bent á að heppilegt sé að raforka til heimila sé ekki á sama markaði og raforka til stóriðju. Sem sagt að hin svokallaði frjálsi markaður sé ekki alltaf best fallinn til þess að gæta hagsmuna almennings. Sem orkumálastjóri hefur hún svo sannarlega lagt áherslu á að almannahagsmunir séu ávallt í fyrirrúmi og að sérhagsmunir verði að víkja þegar forgangsröðunar er þörf. Halla Tómasdóttir kemur úr allt öðru umhverfi, hún er fjárfestir og náið tengd viðskiptalífinu og var meðal annars framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs um tíma. Viðskiptaráð er náttúrulega eitt af verkfærum peningaaflanna á Íslandi og ásamt Sjálfstæðisflokknum berjast fyrir að viðhalda og jafnvel auka sitt ógnarvald sem þessi öfl hafa í samfélaginu. Hugmyndafræði Nýfrjálshyggjunnar var höfð í hávegum þegar Halla Tómasdóttir var framkvæmdarstjóri eins og yfirlýsing þaðan er svo augljóst dæmi um og er í held sinni í linknum. Það er náttúrulega með ólíkindum hvernig þessar hugmyndir Miltins Friedmans og Chicagoskolans voru mótaðar víða um heim til þess að brjóta niður velferðarkerfin og veikja verkalýðshreyfinguna. Það voru þessar hugmyndir sem öllu hruninu og það er þetta umhverfi sem Halla Tómasdóttir kemur úr. Af þessum ástæðum á ég svo erfitt með að skilja ef fólk breytir afstöðu sinni frá því að kjósa Höllu Hrund yfir í að kjósa Höllu Tómasdóttur. Svo gjörólíkar eru þær og hafa að mínu mati görólíka sýn á hvað Ísland er og hvernig Ísland við viljum í framtíðinni. Það er náttúrulega mikilvægt hvaða grundvallarsjónarmið forsetinn hefur og hvernig hann horfir á sitt hlutverk í samfélaginu og hvernig hann vill beita sér í að efla það. Það er náttúrulega engin spurning að ég vill Höllu Hrund á Bessastaði. En ef svo ólíklega færi að útlit væri á því að hún næði alls ekki kjöri og að baráttan væri á milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur þá vel ég Katrínu Jakobsdóttur hiklaust. Ég kem aldrei til með að kjósa fulltrúa Nýfrjálshyggjunnar og peningaaflanna á Bessastaði. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar