Æðsti klerkurinn stýrði útför íranska forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2024 08:54 Flutningabílar keyrðu líkkistur Raisi og hinna sem fórust í slysinu í gegnum miðborg Teheran að Frelsistorgi. Vísir/EPA Ali Khamenei, æðsti klerkur og leiðtogi Írans, stýrði útför Ebrahims Raisi forseta, utanríkisráðherra hans og fleiri sem fórust í þyrluslysi um helgina. Tugir þúsunda manna fylgdu líkkistum þeirra í gegnum höfuðborgina Teheran. Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi. Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Raisi og Hossein Amirabdollahian, utanríkisráðherra, ásamt sex öðrum fórust þegar þyrla þeirra hrapaði í þoku í fjalllendi í norðvesturhluta landsins á sunnudag. Útför þeirra var gerð í Háskólanum í Teheran í dag undir stjórn æðsta klerksins sjálfs. Líkkisturnar voru sveipaðar íranska fánanum með myndum af þeim látnu. Á kistu Raisi var svartur vefjarhöttur til mars um að hann væri beinn afkomandi Múhameðs spámanns, að sögn AP-fréttastofunnar. Khamenei fór með hefðbundna bæn fyrir þá látnu á meðan Mohammed Mokhber, starfandi forseti, stóð hjá og grét. Þegar líkkisturnar voru bornar út hrópaði mannfjöldinn „Dauði yfir Bandaríkjunum!“. Á meðal erlendra tignarmanna sem voru viðstaddir útförina var Ismail Haniyeh frá Hamas-samtökunum sem írönsk stjórnvöld styðja í stríði þeirra gegn Ísraelum. Þá ætlaði Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, sendinefnd talibana frá Afganistan, Mohammed Shia al-Sudani, forsætisráðherra Íraks, og Nikol Pashinjan, forsætisráðherra Armeníu, að vera viðstaddir Fyrrverandi forsetar fjarverandi Athygli vakti að enginn núlifandi fyrrverandi forseti Írans sást við athöfnina, þar á meðal umbótamaðurinn Mohammad Khatami, harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad og Hassan Rouhani, forveri Raisi í embættinu. Engin skýring var gefin á fjarveru þeirra. Áætlað er að kosið verði til forseta 28. júní. Enn er enginn talinn í kjörstöðu til þess að taka við af Raisi. Rætt hafði verið um Raisi sem mögulegan eftirmann æðstaklerksins sjálfs sem er 85 ára gamall. Sonur Khamenei, Mojtaba, hefur einnig verið nefndur í því samhengi.
Íran Þyrluslys Íransforseta Tengdar fréttir Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39 Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22 Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Fengu ekkert merki frá þyrlunni sem hrapaði með forsetann um borð Þyrlan sem hrapaði í gær með Ebrahim Raisi, forseta Írans, og Hossein Amir-Abdollahian utanríkisráðherra, var annað hvort ekki með merkissvara um borð eða að slökkt hafi verið á honum þegar slysið varð. 20. maí 2024 23:39
Erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi Varaforseti Írans, Mohammad Mokhber, hefur tekið við sem forseti landsins eftir að Ebrahim Raisi lést í þyrluslysi í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir erfitt að ímynda sér meiri harðlínumann en Raisi en telur að fráfall hans muni þó ekki hafa afgerandi áhrif á ástandið í Miðausturlöndum. 20. maí 2024 11:22
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20. maí 2024 06:47