Þráhyggja Björns Bjarnasonar Arnar Þór Jónsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Enn heldur Björn Bjarnason áfram að veifa röngu tré um Bókun 35, sbr. bloggfærslu hans í dag, 22. maí 2024,[1] en Björn virðist eiga orðið erfitt með að tjá sig án þess að nefna þetta mál í þeim tilgangi að reyna að koma höggi á mig. Af þessu tilefni vil ég ítreka eftirfarandi: Aðild Íslands að EES samningnum hefur frá upphafi hvílt á þeirri grunnforsendu að samningurinn fylgdi reglum hefðbundins milliríkjasamstarfs. Um leið liggur fyrir að af hálfu gagnaðila Íslands (áður EB, nú ESB) hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að tryggt væri að reglur EES-samningsins nytu forgangs fram yfir landsréttinn. Þar sem stjórnskipun Íslands byggir á tvíeðli þjóðaréttar en ekki eineðli og þar sem stjórnarskráin heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma þessi ólíku sjónarmið og orða það í meginmáli EES samningnum sjálfs var valið að að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35. var lagt til að Alþingi lögleiddi reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti: Himinn og haf er milli þess, annars vegar, að reyna með lögskýringu að skýra íslensk lög til samræmis við EES-rétt og hins vegar þess að líta alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur gera. Frammi fyrir gervirökum Björns Bjarnasonar er tímabært að Íslendingar skoði heildarsamhengið og leiti svara við alvarlegum spurningum. Gera verður alvarlegar athugasemdir við það að frumvarpið um bókun 35 er fært fram undir því yfirskini að sem „lítið og opið samfélag [hafi] Ísland ríka hagsmuni af því að staðið sé við þjóðréttarlegar skuldbindingar“. Þetta eru svonefnd fait accompli skírskotun, þar sem gefið er til kynna að ekki sé lengur um neitt að tala, ákvörðun hafi þegar verið tekin og málið í reynd afgreitt. Þessu verður Alþingi að hafna afdráttarlaust. Engin atkvæðagreiðsla hefur farið fram á Alþingi Íslendinga sem réttlætir notkun slíkra gerviröksemda. Álitamálið sem hér um ræðir, þ.e. framsal löggjafarvalds, hefur verið umdeilt frá upphafi og aldrei hlotið neina þá heildarafgreiðslu að leyfilegt sé að segja það útkljáð eða útrætt. Til þess þyrfti í raun stjórnarskrárbreytingu. Meðan stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal löggjafarvalds berum orðum verður að gera alvarlegar athugasemdir við framsetninguna í skýrslu utanríkisráðherra, enda stappar sú framsetning nærri því að vera tilraun til að afvegaleiða þing og þjóð í stjórnskipulega mikilvægu máli. Einnig ber afdráttarlaust að hafna þeirri fullyrðingu sem rangri að frumvarpið um bókun 35 snúist um að tryggja Íslendingum aðgang að mikilvægu markaðssvæði. Sá aðgangur var að mestu leyti tryggður með fríverslunarsamningum EFTA ríkjanna við Efnahagsbandalag Evrópu árið 1972. Á þeim grunni höfðu flest innflutningsgjöld á iðnvörur verið felld niður árið 1977.[2] Færð hafa verið fram rök fyrir því að EES hindri nú orðið frjálsa verslun við umheiminn með tæknihindrunum og að þetta sé vaxandi vandamál.[3] Þegar heildarmyndin er skoðuð er nærtækara að draga þá ályktun að frumvarpið um bókun 35 sé lokahnykkurinn í ferli sem réttara væri að kenna við efnahagslegan og lagalegan samruna Íslands við ESB, þar sem ESB ræður ferðinni. Afleiðingin af slíkum samruna verður augljóslega sú að markaðurinn verður settur í fyrsta sæti, en sjónarmið sem byggjast á samfélagslegum markmiðum, þjóðarhag, innviðauppbyggingu, matvælaöryggi o.þ.h. verða út undan af þeirri einföldu ástæðu að EES-samningurinn fjallar ekki um slík atriði. Í stað þess að hugsa t.d. um að standa vörð um hreinleika innlends landbúnaðar eða byggja upp hitaveitu- og raforkukerfi til að þjónusta innlend heimili og innlendan iðnað skulu fjórfrelsisákvæði EES réttar yfirtrompa aðrar reglur og allt markaðsvætt nema ríkin geti réttlætt undanþágur. Dæmi: Með því að fella orkumál (að nauðsynjalausu) undir EES samninginn er orka orðin skilgreind sem vara á markaði. Þegar þarfir markaðarins kalla á að sæstrengur verði lagður til Íslands (eða frá Íslandi) verður ekki hlustað á röksemdir um það að uppbygging raforkukerfisins á Íslandi hafi átt að þjóna íbúum Íslands með því að færa heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ódýra orku og bætt lífsgæði. Annað dæmi um ófyrirsjáanleikann og það hvernig EES reglur þenja sig út yfir svið sem Íslendingar töldu standa utan við samningssviðið er sú staðreynd að nú má flytja inn hrátt og ófrosið kjöt til Íslands frá öðrum hlutum EES svæðisins, því slíkt kjöt telst nú vara samkvæmt túlkun dómstóla. Í þessu sannast að fjórfrelsi Evrópuréttarins og þarfir markaðarins yfirtrompa allt annað, þannig að m.a.s. sjónarmið um vernd íslensks landbúnaðar gegn fjölónæmum bakteríum verða að lúta í lægra haldi. Með því sem hér blasir við er verið að aftengja stjórnmálin grundvallarhlutverki sínu að leita jafnvægis milli ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Með því að ofurselja þjóðfélagslega hagsmuni markaðslögmálum er verið að gengisfella pólitíska umræðu, grafa undan flokksstarfi, þrengja möguleika almennings á því að hafa áhrif á pólitíska stefnumörkun, veikja löggjafarhlutverk Alþingis og í stuttu máli skerða íslenskt fullveldi. Þetta verða menn að taka alvarlega því afleiðingarnar gætu orðið mjög skaðlegar fyrir Ísland. Af þessu leiðir að skoða verður málið vel, ekki aðeins út frá lögfræðilegu sjónarhorni, heldur einnig í sögulegu, pólitísku, hagfræðilegu og efnahagslegu ljósi. Um hina sögulegu og lögfræðilegu hlið má m.a. lesa hér. Höfundur er forsetaframbjóðandi og lögmaður. [1] Sjá https://www.bjorn.is/dagbok/nr/11496 [2] Sjá https://www.efta.int/media/publications/fact-sheets/EEA-factsheets/FACTSHEET-20ICE-20webversion-202005.pdf [3] Um þetta hefur m.a. Hjörtur J. Guðmundsson fjallað nokkrum sinnum, sjá nánar á www.fullveldi.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Utanríkismál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Enn heldur Björn Bjarnason áfram að veifa röngu tré um Bókun 35, sbr. bloggfærslu hans í dag, 22. maí 2024,[1] en Björn virðist eiga orðið erfitt með að tjá sig án þess að nefna þetta mál í þeim tilgangi að reyna að koma höggi á mig. Af þessu tilefni vil ég ítreka eftirfarandi: Aðild Íslands að EES samningnum hefur frá upphafi hvílt á þeirri grunnforsendu að samningurinn fylgdi reglum hefðbundins milliríkjasamstarfs. Um leið liggur fyrir að af hálfu gagnaðila Íslands (áður EB, nú ESB) hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að tryggt væri að reglur EES-samningsins nytu forgangs fram yfir landsréttinn. Þar sem stjórnskipun Íslands byggir á tvíeðli þjóðaréttar en ekki eineðli og þar sem stjórnarskráin heimilar ekki framsal ríkisvalds úr landi hafa íslensk stjórnvöld ekki svigrúm til að samþykkja beina réttarverkun Evrópuréttar hérlendis því forgangsréttur erlends réttar samræmist ekki skýrum stjórnarskrárákvæðum, sbr. sérstaklega 2. gr. stjskr. Þar sem ekki var unnt að samræma þessi ólíku sjónarmið og orða það í meginmáli EES samningnum sjálfs var valið að að útfæra millileið, sem sett var í bókun 35. Með bókun 35 var m.ö.o. komið til móts við afstöðu Íslands og annarra EFTA ríkja en um leið reynt að tryggja réttarsamræmi. Með frumvarpi utanríkisráðherra um bókun 35. var lagt til að Alþingi lögleiddi reglu um almennan forgang EES-reglna hérlendis. Slíkt ákvæði fæli í sér grundvallarbreytingu á íslenskum rétti: Himinn og haf er milli þess, annars vegar, að reyna með lögskýringu að skýra íslensk lög til samræmis við EES-rétt og hins vegar þess að líta alfarið fram hjá skýrum íslenskum lagaákvæðum sem mæla fyrir um annað en EES-reglur gera. Frammi fyrir gervirökum Björns Bjarnasonar er tímabært að Íslendingar skoði heildarsamhengið og leiti svara við alvarlegum spurningum. Gera verður alvarlegar athugasemdir við það að frumvarpið um bókun 35 er fært fram undir því yfirskini að sem „lítið og opið samfélag [hafi] Ísland ríka hagsmuni af því að staðið sé við þjóðréttarlegar skuldbindingar“. Þetta eru svonefnd fait accompli skírskotun, þar sem gefið er til kynna að ekki sé lengur um neitt að tala, ákvörðun hafi þegar verið tekin og málið í reynd afgreitt. Þessu verður Alþingi að hafna afdráttarlaust. Engin atkvæðagreiðsla hefur farið fram á Alþingi Íslendinga sem réttlætir notkun slíkra gerviröksemda. Álitamálið sem hér um ræðir, þ.e. framsal löggjafarvalds, hefur verið umdeilt frá upphafi og aldrei hlotið neina þá heildarafgreiðslu að leyfilegt sé að segja það útkljáð eða útrætt. Til þess þyrfti í raun stjórnarskrárbreytingu. Meðan stjórnskipun Íslands heimilar ekki framsal löggjafarvalds berum orðum verður að gera alvarlegar athugasemdir við framsetninguna í skýrslu utanríkisráðherra, enda stappar sú framsetning nærri því að vera tilraun til að afvegaleiða þing og þjóð í stjórnskipulega mikilvægu máli. Einnig ber afdráttarlaust að hafna þeirri fullyrðingu sem rangri að frumvarpið um bókun 35 snúist um að tryggja Íslendingum aðgang að mikilvægu markaðssvæði. Sá aðgangur var að mestu leyti tryggður með fríverslunarsamningum EFTA ríkjanna við Efnahagsbandalag Evrópu árið 1972. Á þeim grunni höfðu flest innflutningsgjöld á iðnvörur verið felld niður árið 1977.[2] Færð hafa verið fram rök fyrir því að EES hindri nú orðið frjálsa verslun við umheiminn með tæknihindrunum og að þetta sé vaxandi vandamál.[3] Þegar heildarmyndin er skoðuð er nærtækara að draga þá ályktun að frumvarpið um bókun 35 sé lokahnykkurinn í ferli sem réttara væri að kenna við efnahagslegan og lagalegan samruna Íslands við ESB, þar sem ESB ræður ferðinni. Afleiðingin af slíkum samruna verður augljóslega sú að markaðurinn verður settur í fyrsta sæti, en sjónarmið sem byggjast á samfélagslegum markmiðum, þjóðarhag, innviðauppbyggingu, matvælaöryggi o.þ.h. verða út undan af þeirri einföldu ástæðu að EES-samningurinn fjallar ekki um slík atriði. Í stað þess að hugsa t.d. um að standa vörð um hreinleika innlends landbúnaðar eða byggja upp hitaveitu- og raforkukerfi til að þjónusta innlend heimili og innlendan iðnað skulu fjórfrelsisákvæði EES réttar yfirtrompa aðrar reglur og allt markaðsvætt nema ríkin geti réttlætt undanþágur. Dæmi: Með því að fella orkumál (að nauðsynjalausu) undir EES samninginn er orka orðin skilgreind sem vara á markaði. Þegar þarfir markaðarins kalla á að sæstrengur verði lagður til Íslands (eða frá Íslandi) verður ekki hlustað á röksemdir um það að uppbygging raforkukerfisins á Íslandi hafi átt að þjóna íbúum Íslands með því að færa heimilum og fyrirtækjum á Íslandi ódýra orku og bætt lífsgæði. Annað dæmi um ófyrirsjáanleikann og það hvernig EES reglur þenja sig út yfir svið sem Íslendingar töldu standa utan við samningssviðið er sú staðreynd að nú má flytja inn hrátt og ófrosið kjöt til Íslands frá öðrum hlutum EES svæðisins, því slíkt kjöt telst nú vara samkvæmt túlkun dómstóla. Í þessu sannast að fjórfrelsi Evrópuréttarins og þarfir markaðarins yfirtrompa allt annað, þannig að m.a.s. sjónarmið um vernd íslensks landbúnaðar gegn fjölónæmum bakteríum verða að lúta í lægra haldi. Með því sem hér blasir við er verið að aftengja stjórnmálin grundvallarhlutverki sínu að leita jafnvægis milli ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Með því að ofurselja þjóðfélagslega hagsmuni markaðslögmálum er verið að gengisfella pólitíska umræðu, grafa undan flokksstarfi, þrengja möguleika almennings á því að hafa áhrif á pólitíska stefnumörkun, veikja löggjafarhlutverk Alþingis og í stuttu máli skerða íslenskt fullveldi. Þetta verða menn að taka alvarlega því afleiðingarnar gætu orðið mjög skaðlegar fyrir Ísland. Af þessu leiðir að skoða verður málið vel, ekki aðeins út frá lögfræðilegu sjónarhorni, heldur einnig í sögulegu, pólitísku, hagfræðilegu og efnahagslegu ljósi. Um hina sögulegu og lögfræðilegu hlið má m.a. lesa hér. Höfundur er forsetaframbjóðandi og lögmaður. [1] Sjá https://www.bjorn.is/dagbok/nr/11496 [2] Sjá https://www.efta.int/media/publications/fact-sheets/EEA-factsheets/FACTSHEET-20ICE-20webversion-202005.pdf [3] Um þetta hefur m.a. Hjörtur J. Guðmundsson fjallað nokkrum sinnum, sjá nánar á www.fullveldi.is
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun