Féll í vor en vonast eftir Chelsea eða Bayern Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 18:00 Það virðist sem farandfótur sé á Vincent Kompany eftir fall Burnley úr ensku úrvalsdeildinni. Getty Vincent Kompany vonast eftir símtölum frá stórliðum Chelsea og Bayern Munchen þrátt fyrir að hafa fallið með liði Burnley úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Kompany stýrði Burnley upp úr Championship-deildinni í fyrra í fyrstu tilraun þar sem liðið vann ensku B-deildina með yfirburðum. Menn voru stórhuga fyrir nýliðna leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Burnley keypti leikmenn fyrir yfir 100 milljónir punda og stórvægilegar breytingar orðið á leikmannahópi liðsins á tveimur árum Kompany með liðið. Alþjóðavæðing varð í hópnum sem nánast einvörðungu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum og hópurinn einnig yngdur upp til muna. Það skilaði ekki árangrinum sem vonast var eftir og Burnley fór beinustu leið niður ásamt hinum tveimur nýliðunum, Luton Town og Sheffield United. 🚨🇧🇪 Vincent Kompany has still not received any call from Chelsea despite links with the job.Kompany remains in contact with FC Bayern as revealed on Monday, talks took place and he’s keen on this chance.He’s waiting for Bayern to decide for their fav option in the list. pic.twitter.com/LaSMx7OSYl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2024 Þrátt fyrir erfiða leiktíð er Kompany sagður á lista hjá bæði Chelsea og Bayern Munchen sem nýr knattspyrnustjóri. Chelsea sleit samstarfi við Mauricio Pochettino í gær en Lundúnaliðið sýndi fína takta á seinni hluta leiktíðar. Thomas Tuchel er á förum frá Bayern Munchen þrátt fyrir að einhverjir í stjórnarteymi Bæjara hafi viljað halda honum. Þjálfaraleitin í Bæjaralandi hefur gengið brösuglega en Xabi Alonso, Julian Nagelsmann, Ralf Rangnick og Oliver Glasner eru á meðal þeirra sem hafa hafnað félaginu. Samkvæmt Fabrizio Romano bíður Kompany enn símtals frá Lundúnum en er í sambandi við Bayern. Enski boltinn Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Kompany stýrði Burnley upp úr Championship-deildinni í fyrra í fyrstu tilraun þar sem liðið vann ensku B-deildina með yfirburðum. Menn voru stórhuga fyrir nýliðna leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Burnley keypti leikmenn fyrir yfir 100 milljónir punda og stórvægilegar breytingar orðið á leikmannahópi liðsins á tveimur árum Kompany með liðið. Alþjóðavæðing varð í hópnum sem nánast einvörðungu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum og hópurinn einnig yngdur upp til muna. Það skilaði ekki árangrinum sem vonast var eftir og Burnley fór beinustu leið niður ásamt hinum tveimur nýliðunum, Luton Town og Sheffield United. 🚨🇧🇪 Vincent Kompany has still not received any call from Chelsea despite links with the job.Kompany remains in contact with FC Bayern as revealed on Monday, talks took place and he’s keen on this chance.He’s waiting for Bayern to decide for their fav option in the list. pic.twitter.com/LaSMx7OSYl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2024 Þrátt fyrir erfiða leiktíð er Kompany sagður á lista hjá bæði Chelsea og Bayern Munchen sem nýr knattspyrnustjóri. Chelsea sleit samstarfi við Mauricio Pochettino í gær en Lundúnaliðið sýndi fína takta á seinni hluta leiktíðar. Thomas Tuchel er á förum frá Bayern Munchen þrátt fyrir að einhverjir í stjórnarteymi Bæjara hafi viljað halda honum. Þjálfaraleitin í Bæjaralandi hefur gengið brösuglega en Xabi Alonso, Julian Nagelsmann, Ralf Rangnick og Oliver Glasner eru á meðal þeirra sem hafa hafnað félaginu. Samkvæmt Fabrizio Romano bíður Kompany enn símtals frá Lundúnum en er í sambandi við Bayern.
Enski boltinn Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira