Nálægð við stjórnmálin – Ólafur Ragnar og Katrín Össur Skarphéðinsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun