Boðar til kosninga í Bretlandi í sumar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2024 16:07 Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. EPA-EFE/NEIL HALL Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum. Fyrr í dag mættu ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hver og einn í Downing stræti. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að Sunak hafi þar látið þá vita að hann hygðist boða til kosninga strax í upphafi júlí. Síðast var kosið til þings í Bretlandi í desember 2019 og því stutt eftir af kjörtímabilinu, sem er fimm ár þar í landi. Þetta þýðir að breska þingið mun því gera hlé á störfum sínum strax í næstu viku. Hefst kosningabaráttan þá með formlegum hætti en Íhaldsflokkur Sunak hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mánuði og Verkamannaflokkurinn ítrekað mælst með meira fylgi. Fram kom á blaðamannafundi Sunak að nú sé réttur tímapunktur fyrir Breta til þess að velja sér nýja stjórn. Hann segist hafa farið á fund Karls Bretakonungs og beðist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnar sinnar í löngu máli og sagði Verkamannaflokkinn ekki eiga neinar konkret áætlanir fyrir landið. Hægt er að fylgjast með umfjöllun bresku Sky fréttastöðvarinnar um málið hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Fyrr í dag mættu ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar hver og einn í Downing stræti. Fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins að Sunak hafi þar látið þá vita að hann hygðist boða til kosninga strax í upphafi júlí. Síðast var kosið til þings í Bretlandi í desember 2019 og því stutt eftir af kjörtímabilinu, sem er fimm ár þar í landi. Þetta þýðir að breska þingið mun því gera hlé á störfum sínum strax í næstu viku. Hefst kosningabaráttan þá með formlegum hætti en Íhaldsflokkur Sunak hefur ekki riðið feitum hesti frá skoðanakönnunum undanfarnar vikur og mánuði og Verkamannaflokkurinn ítrekað mælst með meira fylgi. Fram kom á blaðamannafundi Sunak að nú sé réttur tímapunktur fyrir Breta til þess að velja sér nýja stjórn. Hann segist hafa farið á fund Karls Bretakonungs og beðist lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnar sinnar í löngu máli og sagði Verkamannaflokkinn ekki eiga neinar konkret áætlanir fyrir landið. Hægt er að fylgjast með umfjöllun bresku Sky fréttastöðvarinnar um málið hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira