Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. maí 2024 18:30 Jón Gunnarsson ræddi hvalveiðar og mögulegt tjón ríkissjóðs í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45