„Þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Siggeir Ævarsson skrifa 22. maí 2024 21:50 Rúnar Ingi á hliðarlínunni. Vísir/Diego Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var klökkur þegar hann mætti í viðtal eftir að lið hans hafði tapað fyrir Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitum. Tapið þýðir að Keflavík er Íslandsmeistari 2024 en um var að ræða síðasta leik Rúnars Inga með liðið. „Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Aftur byrjum við leikinn ágætlega en um leið og þær ná fyrsta skipti forystunni og stemningin í húsinu kemur með þá fóru að læðast inn hugsanir sem ég var að reyna að halda í burtu. Í kjölfarið á því hittum við varla úr skoti. Erum sjö prósent í þriggja stiga skotum og með 23 tapaða bolta,“ sagði Rúnar Ingi um leik kvöldsins. „Fullt kredit á Keflavík, voru góðar. Við vorum bara ekki nógu klókar með ákvarðanir og ég tek það bara á mig, er að reyna setja þær í stöðu til að gera ákvarðanatökuna auðvelda og það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis.Vísir/Diego „Saga seríunnar heilt yfir“ „Náum smá köflum en svo kom að því að við náum góðu stoppi og fáum galopið þriggja stiga skot sem við setjum ekki. Erum 50/50 í sóknarfrákastbaráttu en boltinn dettur fyrir Keflavík og þær skora úr sniðskoti. Það er saga seríunnar heilt yfir.“ „Ég veit ekki hvað ég á að segja, ég er eyðilagður og mig langaði að vinna þetta, það gekk ekki upp.“ Rúnar Ingi ræðir við sitt lið.Vísir/Diego Rúnar Ingi var að stýra sínum síðasta leik sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur en það verður seint talað um einhvern draumendi á annars frábærm tíma hans með liðið. „Leiðinlegt að síðasti leikurinn tímabilinu sé …,“ sagði Rúnar en kláraði ekki setninguna. Hann hélt svo áfram: „Í úrslitaseríunni finnst mér við aldrei ná okkur á strik, sérstaklega sóknarlega, Hittum illa og gerðum þetta erfitt fyrir okkur.“ „Ég er ótrúlega stoltur af þessum stelpum, þær eru geggjaðar manneskjur sem gaman er að eyða tíma sínum með svona fyrst og fremst. Þær eru búnar að leggja gríðarlega mikla vinnu í þetta í vetur og bara síðustu ár.“ „Njarðvík getur verið stolt af sínu kvennaliði og upprennandi körfuboltakonum. Starfið í Njarðvík er á góðum stað kvenna megin, ég er stoltur af því,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira