Virðulegur forseti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. maí 2024 09:01 Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun