Virðulegur forseti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. maí 2024 09:01 Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið er okkur mikilvægt og nú kjósum við okkur sjöunda forseta lýðveldisins á 80 ára afmælisári þess. Það er augljóst að áhugi okkar á þessu virðulega embætti er mikill og öllum umhugað að á Bessastöðum sitji forseti sem er samnefnari íslensku þjóðarinnar. Við erum heppin þegar við lítum yfir listann af frambjóðendum. Á honum er frambærilegt fólk sem ber virðingu fyrir embættinu og fólkinu í landinu og tekur hlutverk sitt alvarlega. Samnefnari þjóðarinnar Sú þjóð sem býr í þessu landi hefur með dugnaði og krafti byggt upp sterkt þjóðfélag sem hefur ekki endilega verið auðvelt í harðbýlu landi. Það er ekki sjálfsagt en við búum við ríkar auðlindir sem með skynsömum hætti er hægt að nýta til að byggja undir velferðarríki sem við öll eigum að búa að. Á 80 ára afmæli lýðveldisins eigum við að fagna og þakka fyrir það velferðar- og mannréttindaríki sem við viljum tilheyra. Það má líka gleðjast yfir að við höfum byggt undir jafnrétti svo eftir er tekið. Þjóðin hefur breyst og okkur hefur auðnast að fagna fjölbreytileikanum. Hér er þjóð meðal þjóða og nú þegar við nálgumst 400 þúsund íbúa þá er það líka staðreynd að fjölbreytileiki okkar felst einnig í því að fimmtungur þjóðarinnar er fólk sem sest hefur hér að víða að úr heiminum. Ísland er smáríki þegar litið er til fólksfjölda en ekki miðað við stærð, við búum við auðlindir sem gera okkur kleift að halda fullveldi og halda virðingu okkar meðal annarra ríkja. Við höfum rödd sem hlustað er á og náum að halda frið án hernaðar. Baldur á Bessastaði 1. júní nk. nýtum við okkar dýrmæta rétt til að ganga að kjörborðinu og kjósa okkur forseta. Mínar væntingar standa til þess að forsetinn í okkar umboði sé góður heim að sækja og einnig að hann sé rödd okkar á erlendri grundu. Ég treysti Baldri Þórhallssyni í það hlutverk. Hann hefur í sínu einkalífi barist fyrir sjálfsögðum mannréttindum án brigslyrða og sundurlyndis. Þá hefur hann í sínum störfum byggt upp mikla þekkingu á stöðu okkar þjóðar meðal þjóða og þekkir stjórnskipun landsins mjög vel. Baldur er sá samnefnari þjóðarinnar sem ég treysti til að fylla þann virðulega sess sem forseti Íslands skipar í hjörtum landsmanna. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun