Áskorun til Hafnarfjarðarbæjar – Þjóðgarð á Reykjanes Davíð Arnar Stefánsson skrifar 23. maí 2024 13:30 Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Arnar Stefánsson Hafnarfjörður Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að sveitarfélögin sem standa að Reykjanesfólkvangi en eiga ekki land að honum hyggjast segja sig úr samstarfinu um fólkvanginn. Reykjavík tók fyrst af skarið en Vogar, Kópavogur, Seltjarnes og Reykjanesbær fylgja í kjölfarið. Þá standa eftir Garðabær, Grindavík og Hafnarfjörður sem öll eiga land að fólkvangnum og þegar þetta er skrifað hafa ekki tekið ákvörðun um úrsögn. Ástæða útgöngunnar ku vera ómarkvisst stjórnsýslufyrirkomulag fólkvangsins og að ekki sé samstarfsamningur í gildi né verndar- og stjórnunaráætlun fyrir hann. Markmið fólkvanga samkvæmt náttúruverndarlögum „miðar að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúru og tengdum menningarminjum í nánd við þéttbýli til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu“. Samkvæmt auglýsingu um stofnun fólkvangsins er aðgengi gangandi og ríðandi fólks tryggð með fáeinum eðlilegum takmörkunum við vatnsból og ræktarland. Allt jarðrask er bannað að undanskilinni nýtingu jarðhita í Krísuvík og tilheyrandi mannvirkjagerð komi til þess. M.ö.o. fólkvangurinn hefur það göfuga hlutverk að verja náttúru og menningarminjar fyrir skemmdum, tryggja fólki aðgengi að landinu og um leið hvetja til útivistar. Sennilega hafa sveitarfélögin sem um ræðir nokkuð til síns máls því Reykjanesfólkvangur hefur frá upphafi verið olnbogabarn. Það er þó ekki við neina aðra að sakast í þeim efnum heldur en sveitarfélögin sjálf fyrir að hafa ekki tekið verkefnið fastari tökum. Fólkvangurinn var friðlýstur 1975 og þau hafa því haft 50 ár til að greiða úr stjórnsýsluflækjum, semja um samstarfið og ráðast í gerð verndar- og stjórnunaráætlunar. Eftir sem áður er staðan bagaleg, ekki síst fyrir sveitarfélögin sem eftir standa. Veik staða Reykjanesfólkvangs er ógn við náttúru, sögu, efnahagslíf og mannlíf í landshlutanum og í raun landinu öllu. Náttúruvernd hefur sennilega aldrei í mannkynssögunni verið mikilvægari en nú. Líffræðileg fjölbreytni, vernd- og endurheimt vistkerfa er lykillinn að loftslagsvandanum. Minjavernd er einnig gríðarlega mikilvæg því minjar geyma sögu okkar og sjálfsmynd sem þjóðar. Án þeirra og án sögunnar erum við rótlaus. Jafnframt eru innan fólvangsins margir af helstu ferðamannastöðum landshlutans, steinsnar frá alþjóða flugvelli. Þá er gildi útivistar og lýðheilsuhlutverk óumdeilt og margsannað. Um það má lesa í fjölda greina sem birtast þessa dagana. Með þetta í huga hvet ég Hafnarfjarðarbæ til að taka málefni fólkvangsins föstum tökum og tryggja vernd svæðisins til framtíðar. Ég legg til að bærinn hafi frumkvæði að því með stjórn fólkvangsins að hefja viðræður við ráðherra um framtíðina og mögulega færa fólkvanginn í nýjan friðlýsingaflokk. Eldfjalla þjóðarður á Reykjanesi hefði ekki aðeins sérstöðu í hópi þjóðgarða á Íslandi og afar viðeigandi í ljósi yfirstandi eldsumbrota á svæðinu. Án vafa hefur verið sýnt fram á félagslegan og efnahagslegan ávinning þjóðarða hérlendis og erlendis. Þá gæti Hafnarfjörður lagt enn meira land til þjóðgarðsins sem mótvægisaðgerð við fyrirhugaðri stækkun sveitarfélagsins og stórframkvæmdum í tengslum við iðnaðaruppbyggingu í bænum. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun