Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2024 23:26 Cassie Ventura þakkar fyrir þá umhyggju og ást sem henni hefur verið sýnd undanfarið. getty „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum. Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Myndband af einni árásinni sem Cassie varð fyrir af hálfu Diddy rataði í heimsfréttir þegar bandaríski fjölmiðillinn CNN birti myndefni úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. Þar sést Diddy grípa harkalega í Ventura og henda henni í jörðina ásamt því að sparka í hana meðan hún liggur í jörðinni. Diddy baðst í kjölfarið afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ í myndbandi á Instagram. Diddy var sjálfur 37 ára þegar hann kynntist Ventura, sem þá var 19 ára. Nú hefur Cassie sjálf tjáð sig í fyrsta sinn frá því myndbandið var birt. Á Instagram þakkar hún þá ást og umhyggju sem hún hefur fengið frá fjölskyldu, vinum og öðrum. View this post on Instagram A post shared by Casandra Fine (@cassie) „Sýnd ást hefur skapað stað fyrir yngri sjálfa mig til þess að gera upp þessa hluti og vera örugg, en þetta er aðeins byrjunin. Heimilisofbeldi er vandamálið. Það braut mig niður í einhverja sem ég bjóst aldrei við því að verða,“ segir Cassie og bætir við: „Mín eina ósk er að allir opni hjarta sitt og trúi brotaþolum í fyrstu atrennu. Það þarf mikið þor til þess að segja sannleikann í aðstæðum þar sem þú ert valdalaus.“ Þá sendir hún öðrum brotaþolum baráttukveðjur. „Leitið til annarra, ekki missa tengsl. Það á enginn að þurfa að bera þessa byrði einn. Þessi batavegur er endalaus, en ykkar stuðning met ég mikils. Takk fyrir,“ segir Cassie að lokum.
Hollywood Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09