„Hefðum getað gert þetta ennþá ljótara á töflunni” Árni Gísli Magnússon skrifar 24. maí 2024 23:18 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA Vísir/Vilhelm Þór/KA vann 5-0 stórsigur á Tindastóli í bestu deild kvenna fyrr í kvöld eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var mjög ánægður með leik síns liðs og þá sérstaklega spilamennskuna í fyrri hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum. „Bara örugglega þessi frábæri fyrri hálfleikur. Stelpurnar voru frábærar og komu bara virkilega tilbúnar í þetta og ég held þær hafi átt fá svör við þessu og við hefðum getað gert þetta örugglega enn þá ljótara á töflunni en þetta er alveg yfirdrifið nóg, mjög flott.” Þór/KA pressaði Tindastól af krafti hátt á vellinum frá upphafi og gaf þeim engan tíma á boltanum sem reyndist gestunum virkilega erfitt í dag. Búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni „Það var ætlunin hjá okkur að gera það þannig og svona reyna eyða öllum vonum þeirra að ná einhverju út úr þessu því við vissum svo sem alveg hvað þær ætluðu að reyna gera þannig fyrri hálfleikurinn fór svona nokkurn veginn eins og við vildum sjá.” Síðari hálfleikur var heldur rólegri þar sem aðeins eitt mark var skorað. Jóhann segir planið þó alls ekki hafa verið að slaka á í síðari hálfleik. „Nei nei það var ekki neitt plan um það því við ætluðum að reyna að sækja. Málið er bara að við höfum oft lent í þessu og lið hafa lent í þessu, þegar þú ert yfir þrjú eða fjögur núll í hálfleik, alveg sama hvað þú reynir að mótivera þig í seinni hálfleikinn að koma mótiveraður inn í hann, þú ert eiginlega búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni og þó að þú reynir að ljúga því að þig langi í meira að þá ertu bara að vera pínu saddur og ég held að við höfum bara lent svolítið í því hérna í seinni og gáfum bara eftir, það var ekki viljandi og við erum ekki að hvíla okkur fyrir neitt því það eru tvær vikur í næsta leik.” Fimm skoruðu Fimm markaskorar litu dagsins ljós hjá Þór/KA og þ.á.m. skoruðu þær Emilía Ósk Kruger og Iðunn Rán Gunnarsdóttir sín fyrstu mörk í meistaraflokki og Agnes Birta Stefánsdóttir sitt fyrsta mark í efstu deild. Jóhann er ánægður með að mörkin séu farin að koma úr öllum áttum. „Já að sjálfsögðu, það er mjög gaman að sjá margar skora og þær gerðu mjög vel í að loka á Söndru (Maríu Jessen) í dag og voru með besta leikmann þeirra sem frakka og það var alveg sama hvert Sandra færði sig, hún var komin með henni, og meira að segja núna 20 mínútum, hálftíma, eftir leik eru þær enn þá saman hérna, hún yfirgefur hana ekki þannig þær eru bara á spjallinu hérna á þýskri tungu”, sagði Jóhann og hló en þær Sandra María og Gwendolyn Mummert, miðvörður Tindastóls, sátu saman á vellinum þar sem viðtalið var tekið og ræddu málin gaumgæfilega á þýsku. Draumur fyrir þær Jóhann hélt svo áfram: „Það var mjög gaman að sjá aðra stíga upp og ná inn góðum mörkum, það voru frábær mörk sem við skoruðum. Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar lagði Sonja upp mark fyrir Emelíu og hlýtur svona skipting því að flokkast sem draumaskipting þjálfarans, eða hvað? „Þetta er bara draumur fyrir þær að koma inn og eiginlega bara stórt hrós á þær að koma og vera tilbúinn sem skiptimaður að koma inn og breyta leiknum, alveg sama hvernig staðan er, það er alveg til fyrirmyndar hjá þeim og stórt hrós á þær fyrir það hvernig þær gerðu þetta í dag.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira
„Bara örugglega þessi frábæri fyrri hálfleikur. Stelpurnar voru frábærar og komu bara virkilega tilbúnar í þetta og ég held þær hafi átt fá svör við þessu og við hefðum getað gert þetta örugglega enn þá ljótara á töflunni en þetta er alveg yfirdrifið nóg, mjög flott.” Þór/KA pressaði Tindastól af krafti hátt á vellinum frá upphafi og gaf þeim engan tíma á boltanum sem reyndist gestunum virkilega erfitt í dag. Búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni „Það var ætlunin hjá okkur að gera það þannig og svona reyna eyða öllum vonum þeirra að ná einhverju út úr þessu því við vissum svo sem alveg hvað þær ætluðu að reyna gera þannig fyrri hálfleikurinn fór svona nokkurn veginn eins og við vildum sjá.” Síðari hálfleikur var heldur rólegri þar sem aðeins eitt mark var skorað. Jóhann segir planið þó alls ekki hafa verið að slaka á í síðari hálfleik. „Nei nei það var ekki neitt plan um það því við ætluðum að reyna að sækja. Málið er bara að við höfum oft lent í þessu og lið hafa lent í þessu, þegar þú ert yfir þrjú eða fjögur núll í hálfleik, alveg sama hvað þú reynir að mótivera þig í seinni hálfleikinn að koma mótiveraður inn í hann, þú ert eiginlega búinn með allt af borðinu í fermingarveislunni og þó að þú reynir að ljúga því að þig langi í meira að þá ertu bara að vera pínu saddur og ég held að við höfum bara lent svolítið í því hérna í seinni og gáfum bara eftir, það var ekki viljandi og við erum ekki að hvíla okkur fyrir neitt því það eru tvær vikur í næsta leik.” Fimm skoruðu Fimm markaskorar litu dagsins ljós hjá Þór/KA og þ.á.m. skoruðu þær Emilía Ósk Kruger og Iðunn Rán Gunnarsdóttir sín fyrstu mörk í meistaraflokki og Agnes Birta Stefánsdóttir sitt fyrsta mark í efstu deild. Jóhann er ánægður með að mörkin séu farin að koma úr öllum áttum. „Já að sjálfsögðu, það er mjög gaman að sjá margar skora og þær gerðu mjög vel í að loka á Söndru (Maríu Jessen) í dag og voru með besta leikmann þeirra sem frakka og það var alveg sama hvert Sandra færði sig, hún var komin með henni, og meira að segja núna 20 mínútum, hálftíma, eftir leik eru þær enn þá saman hérna, hún yfirgefur hana ekki þannig þær eru bara á spjallinu hérna á þýskri tungu”, sagði Jóhann og hló en þær Sandra María og Gwendolyn Mummert, miðvörður Tindastóls, sátu saman á vellinum þar sem viðtalið var tekið og ræddu málin gaumgæfilega á þýsku. Draumur fyrir þær Jóhann hélt svo áfram: „Það var mjög gaman að sjá aðra stíga upp og ná inn góðum mörkum, það voru frábær mörk sem við skoruðum. Emelía Ósk Kruger og Sonja Björg Sigurðardóttir komu inn á sem varamenn á 80. mínútu og þremur mínútum síðar lagði Sonja upp mark fyrir Emelíu og hlýtur svona skipting því að flokkast sem draumaskipting þjálfarans, eða hvað? „Þetta er bara draumur fyrir þær að koma inn og eiginlega bara stórt hrós á þær að koma og vera tilbúinn sem skiptimaður að koma inn og breyta leiknum, alveg sama hvernig staðan er, það er alveg til fyrirmyndar hjá þeim og stórt hrós á þær fyrir það hvernig þær gerðu þetta í dag.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Sjá meira