„Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 23:26 Jón Kaldal segir að verið sé að endurtaka sömu mistök við gerð frumvarps um lagareldi og árð 2019. Ekki sé verið að herða lögin nógu mikið um starfsemi eldisiðnaðar. Stöð 2 Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir að fingraför Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafi orðið sífellt meira áberandi við þróun frumvarps um lagaraeldi. Iðnaðurinn sé með allt niður um sig og stór meirihluti þjóðarinnar á móti honum. Bjarkey Olsen matvælaráðherra skrifaði skoðanagrein á Vísi í morgun þar sem hún segir að vegið hafi verið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Unnin hafi verið vönduð og góð vinna við frumvarpið og allt sé uppi á borðum. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræddi við Telmu Tómasson um gagnrýni ráðherrans og breytingarnar sem verið er að gera á íslensku lagareldi með frumvarpinu. Sagan endurtaki sig Ráðherra gagnrýnir ykkur sem hafið talað mest gegn þessu frumvarpi. Hver eru ykkar viðbrögð? „Sagan er að endurtaka sig frá því fyrir fimm árum síðan. Þá voru það fyrrum starfsmenn Arnarlax sem komu að samningu frumvarps. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum mættum fyrir þingnefndir, töluðum beint við þáverandi ráðherra og þingmenn og vöruðum við því frumvarpi sem þá var lagt fram og varð að lögum,“ segir Jón. „Nú kallar ráðherrann þetta algjörlega óásættanlegt umhverfi og hún tók samt þátt í því með sinni ríkisstjórn að setja þessi lög. Þau eru að fara að endurtaka þessi mistök. Við vörum aftur við því að þau lög sem nú eru til umræðu í þinginu verði samþykkt,“ segir hann. „Starfsfólkið sem vinnur að þessum lögum eru fyrrum starfsmenn SFS. Eftir þá reynslu sem við höfum af samvinnu við ráðuneytið efumst við um að það sé heppilegt að fela fyrrum starfsmönnum sérhagsmunagæslufyrirtækis að halda utan um almannahagsmuni í svona viðkvæmu efni,“ segir hann. Eldisiðnaðurinn með allt niður um sig Finnst ykkur ekki vera nógu mikið samráð haft við ykkur? „Þetta er hálfgert sýndarsamráð. Við vorum kölluð inn í haust og komum þarna með opnum huga. Það var talað um að það ætti að herða mjög reglurnar um þennan skaðlega iðnað,“ segir Jón. „Í hverri umferð sem við sáum frumvarpið taka breytingum urðu fingraför SFS meira áberandi og á sama tíma kom ekkert af okkar ábendingum þarna inn. Þetta náttúrulega gengur ekki,“ segir hann. „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig, eldisdýrin eru að drepast í gríðarlega stórum stíl hjá þeim, það er sleppifiskur og mikil mengun. Sjötíu prósent þjóðarinnar eru á móti þessum iðnaði.“ Samþykkt lög muni fylgja þingmönnum til æviloka Þið hafið kallað eftir því að þetta frumvarp verði kallað til baka og unnið upp á nýtt? „Ég vona það innilega. Það yrði stórslys ef þetta frumvarp yrði að lögum. Ég hef enga trú á því að það sé hægt að breyta því nógu mikið til að það verði boðlegt áður en þetta þing lýkur störfum.“ „Þannig ég vona innilega að enginn þingmaður taki þátt í því að reisa sé minnisvarða sem mun fylgja þeim til æviloka með því að samþykkja lögin í þeirri mynd sem þau eru núna,“ segir Jón Kaldal að lokum. Fiskeldi Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bjarkey Olsen matvælaráðherra skrifaði skoðanagrein á Vísi í morgun þar sem hún segir að vegið hafi verið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Unnin hafi verið vönduð og góð vinna við frumvarpið og allt sé uppi á borðum. Jón Kaldal, talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræddi við Telmu Tómasson um gagnrýni ráðherrans og breytingarnar sem verið er að gera á íslensku lagareldi með frumvarpinu. Sagan endurtaki sig Ráðherra gagnrýnir ykkur sem hafið talað mest gegn þessu frumvarpi. Hver eru ykkar viðbrögð? „Sagan er að endurtaka sig frá því fyrir fimm árum síðan. Þá voru það fyrrum starfsmenn Arnarlax sem komu að samningu frumvarps. Við hjá íslenska náttúruverndarsjóðnum mættum fyrir þingnefndir, töluðum beint við þáverandi ráðherra og þingmenn og vöruðum við því frumvarpi sem þá var lagt fram og varð að lögum,“ segir Jón. „Nú kallar ráðherrann þetta algjörlega óásættanlegt umhverfi og hún tók samt þátt í því með sinni ríkisstjórn að setja þessi lög. Þau eru að fara að endurtaka þessi mistök. Við vörum aftur við því að þau lög sem nú eru til umræðu í þinginu verði samþykkt,“ segir hann. „Starfsfólkið sem vinnur að þessum lögum eru fyrrum starfsmenn SFS. Eftir þá reynslu sem við höfum af samvinnu við ráðuneytið efumst við um að það sé heppilegt að fela fyrrum starfsmönnum sérhagsmunagæslufyrirtækis að halda utan um almannahagsmuni í svona viðkvæmu efni,“ segir hann. Eldisiðnaðurinn með allt niður um sig Finnst ykkur ekki vera nógu mikið samráð haft við ykkur? „Þetta er hálfgert sýndarsamráð. Við vorum kölluð inn í haust og komum þarna með opnum huga. Það var talað um að það ætti að herða mjög reglurnar um þennan skaðlega iðnað,“ segir Jón. „Í hverri umferð sem við sáum frumvarpið taka breytingum urðu fingraför SFS meira áberandi og á sama tíma kom ekkert af okkar ábendingum þarna inn. Þetta náttúrulega gengur ekki,“ segir hann. „Þessi iðnaður er með meira eða minna allt niður um sig, eldisdýrin eru að drepast í gríðarlega stórum stíl hjá þeim, það er sleppifiskur og mikil mengun. Sjötíu prósent þjóðarinnar eru á móti þessum iðnaði.“ Samþykkt lög muni fylgja þingmönnum til æviloka Þið hafið kallað eftir því að þetta frumvarp verði kallað til baka og unnið upp á nýtt? „Ég vona það innilega. Það yrði stórslys ef þetta frumvarp yrði að lögum. Ég hef enga trú á því að það sé hægt að breyta því nógu mikið til að það verði boðlegt áður en þetta þing lýkur störfum.“ „Þannig ég vona innilega að enginn þingmaður taki þátt í því að reisa sé minnisvarða sem mun fylgja þeim til æviloka með því að samþykkja lögin í þeirri mynd sem þau eru núna,“ segir Jón Kaldal að lokum.
Fiskeldi Umhverfismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira