Ingvi Hrafn Óskarsson, lögmaður Neytendasamtakanna, rekur mál samtakanna gegn íslenskum bönkum í svokölluðu vaxtamáli sem höfðað er til að fá ógilda óskýra skilmála í lánum með breytilegum vöxtum.
Þórdís Ingadóttir, prófessor við HR og sérfræðingar í alþjóðalögum, ræðir nýjar ákvarðanir alþjóðlegra dómstóla sem varða framgöngu Ísraels á Gaza, meðal annars hugsanlega handtökuskipan á hendur fors. ráðherra Ísraels.
Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ræða forsetakosningarnar og spá í spilin þegar tæp vika er til kjördags.
Eyjólfur Ármannsson og Hanna Katrín Friðriksson skiptast á skoðunum um meint einkaleyfi íslenska ríkisins til að selja áfengi og þá stöðu sem löggjafinn er komin í eftir að einkaleyfið hefur í raun verið afnumið án lagabreytinga.