Fyrirliðar Vals enda ferilinn á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 12:31 Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson lyftu Evrópubikarnum á loft eftir ótrúlegan vítakeppnissigur í gærkvöldi. facebook / valur handbolti Fyrirliðar Vals, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í gær og hafa báðir ákveðið að enda ferilinn á hápunkti. Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira