Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 19:16 Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Vísir/Rúnar Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira