Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Árni Sæberg skrifar 27. maí 2024 14:07 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 21. maí, segir að málið hafi verið höfðað með tveimur ákærum. Annars vegar fyrir umferðarlagabrot, með því að aka undir áhrifum amfetamíns og kannabiss og svipt ökuréttindum. Hins vegar fyrir skjala-og umferðarlagabrot með því að hafa, mánudaginn 26. júní 2023, sett í blekkingarskyni skráningarmerki, sem tilheyrði bíl af gerðinni Toyota Corolla, á aðra bifreið og ekið henni þannig svipt ökurétti um Kaldárselsveg í Hafnarfirði, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Sjötta skiptið Í dóminum segir að Andrea Kristín hafi játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að samkvæmt framlögðu sakarvottorði hafi hún nú í sjötta sinn, eftir að hún varð fullra átján ára og innan ítrekunartíma gerst sek um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og/eða áfengis og í fjórða sinn gerst sek um akstur svipt ökurétti. Áralangur brotaferill Sem áður segir hefur Andrea Kristín ítrekað verið dæmd til fangelsisvistar. Hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð Andrea slæma stelpa í fjölmiðlaumfjöllun um glæpaferil hennar. Þekktust er hún fyrir að hafa hlotið fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti fyrir hrottalega líkamsárás árið 2011. Í dómi héraðsdóms er farið ítarlega yfir dómasögu Andreu Kristínar hvað umferðarlagabrot varðar. Þar segir að hún hafi síðast verið dæmd í sex mánaða fangelsi árið 2021 og þar áður í tveggja ára og átta mánaða fangelsi árið 2022. Henni hafi verið veitt reynslulausn á afplánun 595 daga eftirstöðva refsingar vegna fyrri dóma, skilorðsbundið í tvö ár frá 27. desember 2022. Með broti því sem Andrea Kristín er nú sakfelld fyrir hafi hún rofið skilorð reynslulausnarinnar sem henni var veitt og hún því dæmd upp og refsing hennar ákveðin í einu lagi. Mátu sakhæfi Í dóminum segir að við meðferð málsins hafi verið dómkvaddir tveir matsmenn, geðlæknir og bæklunarlæknir, til að leggja mat á sakhæfi Andreu Kristínar og andlegt og líkamlegt heilbrigði hennar. Í niðurstöðu þeirra hafi komið fram að Andrea Kristín uppfyllti ekki skilyrði hegningarlaga um ósakhæfi, og hefði sennilega aldrei gert. Varðandi það hvort fangelsisvist myndi bera árangur í tilfelli Andreu Kristínar hafi læknarnir talið ljóst að fangelsisrefsing hafi litlu breytt fyrir hana. Aðalvandamál hennar nú virðist vera að hún fái mjög lítinn félagslegan stuðning og meðan svo sé sé nánast einsýnt að hún geti ekki þrifist utan fangelsisins í langan tíma í senn. Í niðurstöðu dómsins segir að með vísan til sakarefnis og dómvenju væri refsing Andreu Kristínar hæfilega ákveðin fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði. Þá var henni gert að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, 600 þúsund krónur, og 1,2 milljónir króna í annan sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Umferð Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira