Balti var í hesthúsinu þegar Jason Statham hringdi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. maí 2024 07:00 Jason Statham og Baltasar Kormákur eru að fara að vinna saman í fyrsta sinn. EPA/Hulda Margrét „Góðu tíðindin eru að Statham myndin rokseldist í Cannes og er bara klár í slaginn,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur um spennumynd sem hann og harðhausinn Jason Statham ætla að gera saman. „Mér skilst, þið heyrið það fyrst, að þetta hafi verið stærsta salan í Cannes í ár. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ segir Baltasar í kvikmyndahlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem hann ræðir um nýjustu mynd sína, Snertingu, og feril sinn vítt og breitt við blaðamennina Odd Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þurfti að svara hratt „Ég náttúrlega er með alveg böns af verkefnum,“ segir Baltasar sem er meðal annars á fullu við tökur, hér á landi, á sögulegu sjónvarpsþáttaröðinni King and Conqueror í samstarfi við BBC og CBS. „Svo kemur þetta svolítið eins og hraðlest á mig,“ segir Baltasar um tilboðið um að leikstýra og taka þátt í að framleiða næstu hasarmynd Stathams og bætir við að honum hafi einnig staðið til boða, en afþakkað, að leikstýra síðustu mynd leikarans, Beekeeper. Eftir að Statham féllst á að taka myndina að stórum hluta upp á Íslandi og í tökuveri Reykjavik Studios hafi Balti ákveðið að slá til en hann þurfti að svara hratt þar sem framleiðslufyrirtækið Black Bear var þá á leiðinni til Cannes að selja myndina sem enn hefur ekki fengið titil. „Ég ætla bara að taka sénsinn á þessu,“ segir Balti og bætir við að Statham hafi orðið „voða glaður að ég skyldi vilja gera þetta með honum.“ Hann segir skemmtilegan húmor í handritinu og hann sjái fyrir sér að myndin geti líka orðið skemmtileg stílæfing. Enda megi segja að þetta fyrsta alvöru hreina hasarmyndin hans þótt hann hafi vissulega komið nálægt spennu áður í til dæmis 2 Guns. „Og ef hann er með eitthvað vesen þá verð ég bara með vesen,“ heldur Balti áfram um Statham sem hefur þó nú þegar komið honum skemmtilega á óvart. Stærri hesthús en Elísabet að sögn Statham „Ég held að Statham sé fínn gaur. Ég hef alveg heyrt alls konar sögur um hann og hann geti verið erfiður og svona en ég átti samtal við hann og mér fannst hann bara drullu sjarmerandi og skemmtilegur.“ Samtalið fór fram á Skype við heldur óvenjulegar aðstæður sem virðast hafa haft sitt að segja um ánægjuleg fyrstu kynni leikstjórans og hasarleikarans. „Það var mjög kúl af því ég var í hesthúsinu hjá mér að gefa hestunum,“ segir Balti sem var alveg óundirbúin þegar framleiðandinn hafði samband og sagði að hann yrði að taka spjallið við Statham. Hann segir Statham hafa hváð og spurt hvað hann væri eiginlega að gera. „I´m feeding my horses,“ var svarið og Balti sýndi leikaranum síðan umhverfi sitt. Eitthvað sem leikaranum þótti greinilega tilkomumikið þar sem hann kvað upp þann dóm að Balti væri með stærra hesthús en Elísabet heitin Englandsdrottning. Hasarmyndin ónefnda fjallar um harðhaus nokkurn, sem Statham leikur, sem heldur til á skoskri eyju þar sem hann bjargar ungri konu úr sjávarháska og verður í kjölfarið verndari hennar gegn illmennum sem telja sig eiga eitthvað óuppgert við hana. Ráðgert er að tökur á myndinni hefjist hér á landi í nóvember og Baltasar og Statham eru báðir titlaðir framleiðendur ásamt öðrum. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Vill byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk Baltasar Kormákur og félagar í RVK Studios vilja byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk og taka þar upp stórar senur fyrir miðaldaþættina King and Conquerer, meðal annars sjálfa orrustuna við Hastings. Baltasar segist hafa valið nokkra tökustaði á landinu og segist þurfa á öllum skeggöpum landsins að halda til að mynda orrustuna. 7. desember 2023 09:00 Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 28. nóvember 2023 20:26 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Mér skilst, þið heyrið það fyrst, að þetta hafi verið stærsta salan í Cannes í ár. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ segir Baltasar í kvikmyndahlaðvarpinu Tveir á toppnum þar sem hann ræðir um nýjustu mynd sína, Snertingu, og feril sinn vítt og breitt við blaðamennina Odd Ævar Gunnarsson og Þórarinn Þórarinsson. Þurfti að svara hratt „Ég náttúrlega er með alveg böns af verkefnum,“ segir Baltasar sem er meðal annars á fullu við tökur, hér á landi, á sögulegu sjónvarpsþáttaröðinni King and Conqueror í samstarfi við BBC og CBS. „Svo kemur þetta svolítið eins og hraðlest á mig,“ segir Baltasar um tilboðið um að leikstýra og taka þátt í að framleiða næstu hasarmynd Stathams og bætir við að honum hafi einnig staðið til boða, en afþakkað, að leikstýra síðustu mynd leikarans, Beekeeper. Eftir að Statham féllst á að taka myndina að stórum hluta upp á Íslandi og í tökuveri Reykjavik Studios hafi Balti ákveðið að slá til en hann þurfti að svara hratt þar sem framleiðslufyrirtækið Black Bear var þá á leiðinni til Cannes að selja myndina sem enn hefur ekki fengið titil. „Ég ætla bara að taka sénsinn á þessu,“ segir Balti og bætir við að Statham hafi orðið „voða glaður að ég skyldi vilja gera þetta með honum.“ Hann segir skemmtilegan húmor í handritinu og hann sjái fyrir sér að myndin geti líka orðið skemmtileg stílæfing. Enda megi segja að þetta fyrsta alvöru hreina hasarmyndin hans þótt hann hafi vissulega komið nálægt spennu áður í til dæmis 2 Guns. „Og ef hann er með eitthvað vesen þá verð ég bara með vesen,“ heldur Balti áfram um Statham sem hefur þó nú þegar komið honum skemmtilega á óvart. Stærri hesthús en Elísabet að sögn Statham „Ég held að Statham sé fínn gaur. Ég hef alveg heyrt alls konar sögur um hann og hann geti verið erfiður og svona en ég átti samtal við hann og mér fannst hann bara drullu sjarmerandi og skemmtilegur.“ Samtalið fór fram á Skype við heldur óvenjulegar aðstæður sem virðast hafa haft sitt að segja um ánægjuleg fyrstu kynni leikstjórans og hasarleikarans. „Það var mjög kúl af því ég var í hesthúsinu hjá mér að gefa hestunum,“ segir Balti sem var alveg óundirbúin þegar framleiðandinn hafði samband og sagði að hann yrði að taka spjallið við Statham. Hann segir Statham hafa hváð og spurt hvað hann væri eiginlega að gera. „I´m feeding my horses,“ var svarið og Balti sýndi leikaranum síðan umhverfi sitt. Eitthvað sem leikaranum þótti greinilega tilkomumikið þar sem hann kvað upp þann dóm að Balti væri með stærra hesthús en Elísabet heitin Englandsdrottning. Hasarmyndin ónefnda fjallar um harðhaus nokkurn, sem Statham leikur, sem heldur til á skoskri eyju þar sem hann bjargar ungri konu úr sjávarháska og verður í kjölfarið verndari hennar gegn illmennum sem telja sig eiga eitthvað óuppgert við hana. Ráðgert er að tökur á myndinni hefjist hér á landi í nóvember og Baltasar og Statham eru báðir titlaðir framleiðendur ásamt öðrum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Vill byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk Baltasar Kormákur og félagar í RVK Studios vilja byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk og taka þar upp stórar senur fyrir miðaldaþættina King and Conquerer, meðal annars sjálfa orrustuna við Hastings. Baltasar segist hafa valið nokkra tökustaði á landinu og segist þurfa á öllum skeggöpum landsins að halda til að mynda orrustuna. 7. desember 2023 09:00 Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 28. nóvember 2023 20:26 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vill byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk Baltasar Kormákur og félagar í RVK Studios vilja byggja þorp og varnarveggi í Heiðmörk og taka þar upp stórar senur fyrir miðaldaþættina King and Conquerer, meðal annars sjálfa orrustuna við Hastings. Baltasar segist hafa valið nokkra tökustaði á landinu og segist þurfa á öllum skeggöpum landsins að halda til að mynda orrustuna. 7. desember 2023 09:00
Balti leikstýrir Norton og Coster-Waldau í miðaldaþáttum Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur mun leikstýra fyrsta þætti þáttaseríunnar King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. 28. nóvember 2023 20:26