Ætlar auðvaldinu loks að takast að ráða í forsetaembættið? Reynir Böðvarsson skrifar 27. maí 2024 15:45 Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú eru blikur á lofti. Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarið þá verður það þó æ ljósara hvernig veður eru að skipast í lofti. Fjórir framjóðendur skera sig úr og hafa öll að einni undanskilinni á einhverjum tímapunkti skorað hæst í skoðanakönnunum frá því að baráttan hófst. Undantekningin er Halla Tómasdóttir, hún hefur ekki og á það líklega ekki eftir í þessari kosningabaráttu að skora hæst. Katrín Jakobsdóttir hefur undanfarið sótt í sig veðrið og er nú marktækt yfir hinum frambjóðendunum og á meðan dreifingin er svona mikil er erfitt að sjá að þar verði breyting á. Það er alveg ljóst að allir þessir fjórir frambjóðendur eru vel hæf til þess að sinna þessu embætti, hvert með sínu sniði og hvert og eitt með sínar áherslur og sem mun móta embættið þau kjörtímabil sem þau kysu að þjóna. Hvert og eitt hafa þau öll held ég það til að bera að vera landi og þjóð þokkalega til sóma. En þau eru ólík, náttúrulega hvert og eitt með sína persónulegu eiginleika, en það sem líka skiptir máli þá eru þau með mjög ólíkan bakgrunn, Katrín úr stjórnmálunum, Halla Tómasdóttir úr fjárfestingum og viðskiptalífi, og svo Halla Hrund og Baldur, bæði úr háskólaumhverfinu og embættismannakerfinu. Baldur sem prófessor við Háskóla Íslands og Halla Hrund sem Orkumálastjóri og kennari við Harvard háskólann þekkta í BNA. Ef engar afgerandi breytingar verða á framvindu kosningabaráttunna frá því sem verið hefur þá er það nokkuð augljóst á að Katrín Jakobsdóttir mun bera sigur úr býtum. Sveiflur yrðu væntanlega á sætaröðinni á öðru til fjórða sæti en ekkert annað markvert. Spurningin er sú hvort þessi staða væri svona í raun ef allir frambjóðendur væru þarna engöngu á eigin forsendum, ekkert annað væri þar á bak við, bara persónurnar og þeirra hæfileikar, ekki einusinni þjálfunin í sölumennsku stjórnmálanna eða viðskiptalífsins. Hvað þá? Væru Halla Hrund og Baldur þá að kljást um fyrsta sætið og sölumennirnir og þeirra stóru og sterku bakhjarlar, flokkarnir og viðskiptaráð, bara í lægstu lægðum? Ekki veit ég. En hitt veit ég að það eru sterk öfl á bak við framboð Katrínar Jakobsdóttur og Höllu Tómasdóttur og þessi öfl hafa hag af því að dreifing atkvæða verði mikil þannig að ekki fari svo að nokkur annar vinni. Ég er ekki með þessu að segja að allir þeir sem hafa hugsað sér að kjósa Katrínu Jakobsdóttur eða Höllu Tómasdóttur tilheyri einhverjum ónefndum öflum og séu að jafnvel að gera eitthvað rangt, langt frá því, báðar þessar konur búa yfir persónuleikum sem auðvelt er að aðhyllast, ég er bara að benda á að það væri valdinu, ekki minnst peningavaldinu, mjög þóknanlegt að þær yrðu kosnar. Önnur beint úr innsta hring framkvæmdavaldsins og hin beint úr innsta hring auðvaldsins, jafnvel alheims auðvaldsins. Ef önnurhvor þessara ágætu frambjóðenda nær kjöri þá er nokkuð ljóst að valdastéttin á Íslandi, sem er náttúrulega nánast það sama og auðvaldið, verður fullkomlega sátt. Svo má velta fyrir sér hvort framboð Höllu Tómasdóttur sé að hluta hugsað sem trygging fyrir því að dreifingin yrði næg til þess að tryggja kosningu Katrínar Jakobsdóttur. Ef við viljum hvorki fulltrúa stjórnmálanna eða fulltrúa auðmanna á Bessastaði þá verðum við að sameinast um kandídat sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Það er ekkert annað í boði. Þá kemur náttúrulega upp spurningin hvort Baldur eða Halla Hrund gætu safnað á sig því fylgi sem þyrfti. Ég hef ekki trú á að Baldri takist að safna slíku fylgi af ýmsum þeim ástæðum sem ég hef skrifað um í fyrri pistlum, ágætur sem Baldur er. Ég hef hinsvegar ekki farið í grafgötur um að ég styð framboð Höllu Hrundar og ég tel að hennar framboð og mögulegur sigur sé eini möguleikinn á því að koma í veg fyrir að auðvaldinu á Íslandi takist í fyrsta sinn að ná einnig forsetaembættinu á sitt vald. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun