Báðar eru þær góður kostur, Katrín og Halla Hrund. Reynir Böðvarsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Margir góðir frambjóðendur eru nú í raun út úr spilinu. Baldur og Jón Gnarr hafa ekki fylgi sem nægjir og sem betur fer, úr mínu sjónarhorni, hefur fulltrúi Nýfjálshyggjunar Halla Tómasdóttir ekki þann breiða stuðning sem þarf. Minn uppáhalds, ein af tveimur, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ekki líkleg til þess að bera sigur úr býtum heldur í sjálfum kosningunum en hún hefur samt sigrað. Hún hefur enn og aftur sigrað hjarta okkar og ég sem einlægur sósíalisti hefði svo gjarnan séð hana á forsetastóli. Fulltrúi jafnaðar og mannkærleika og svo líka skemmtileg og falleg. Það væri ekki slæmt að hafa slíkan fulltrúa okkar á Bessastöðum. Ég vona innilega að hún gefi kost á sér fyrir Sósíalistaflokkinn í næstu þingkosningum. Á þingi kemur hún til með að láta í sér heyra, svo rösklega og hávært að við öll komum til með að vera föst við Alþingisrásina þannig að þjóðarframleiðslan fer niður, neyslan þar með og CO2 búskspurinn batnar svo til muna að Ísland verður aftur stórasta land í heimi. Katrín Jakobsdóttir er ekki ein af þessum tveimur uppáhalds sem ég nefndi hér í upphafi en hún er að mínu mati augljóslega einn besti mögulegi kandídat í þetta embætti sem við höfum völ á. Hún er bráðgáfuð, sanngjörn og hún á sitt félagslega hjarta sem enn tivar, það er ég sannfærður um, og hún hefur reynslu í stjórnkerfi Íslands sem enginn annar. Þrátt fyrir þau hrapalegu mistök, að mínu mati, að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í tvö kjörtímabil þá er hún ekki hluti af þessari mafíu sem Sjálfstæðisflokkurinn er en hún sá til þess að þessi mafía sat við ríkisstjórnarborði. Ég vil árétta hér, svo ég verði ekki sóttur til saka af dómstólum, þá er mafía ekki endilega með byssur eða sprengjur heldur samofin klíka sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar Eimreiðarelítan. Ég sé engan annan frambjóðenda sem hefur möguleika á að sigra þessar kosningar sem ég gæti sætt mig við fyrir utan mínar uppáhalds sem ég nefndi í byrjun. Þeir sem fyrir alla muni ekki vilja Katrínu í þetta embætti verða að kjósa taktist og þá náttúrulega minn uppáhalds sem hefur möguleika á að sigra. Minn uppáhalds er náttúrulega Halla Hrund Logadóttir, bráð gáfuð, beinskeytt og augljóslega hlý og falleg manneskja. Ég tók fyrst eftir henni þegar hún sem otkumálastjóri talað fyrir hagsmunum almennings, talaði í raun gegn markaðsvæðingu grunnþarfa svo sem vatns og rafmagns. Já, rafmagn er í nútímaþjóðfélagi grunnþörf á sama hátt og húsaskjól, matur og vatn. Halla Hrund hefur skýrt og skorinort talað fyrir því að þessar grunnþarfir séu ekki settar á einhvern alþjóða markað sem hefur þá eiginleika að sprengja verð upp úr því sem venjulega fjölskyldur ráða ekki við. Hún þekkir til þess hvernig þessum málum er háttað víða í veröldinni og vill standa vörð um að þessi auðæfi Íslands séu fyrst og fremst fyrir þá sem búa í landinu. Það er sjaldgæft að embættismaður, í þessu tilfelli, tali svo skýrt og svo afgerandi með hagsmuna almennings sð leiðsrljósi. Við sem þekkjum til íslenskra stjórnmála vitum vel að þarna gekk að öllum líkindum Halla Hrund, orkumálastjóri, gegn vilja fagráðherrans. Geri aðrir betur! Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun