Sögðu upp 82 starfsmönnum Árni Sæberg skrifar 29. maí 2024 15:50 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að á árunum 2021 til 2023 hafi félagið ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn, tekið fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða þrettán nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin hafi einnig skipt sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Erfið ákvörðun „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af mikilli verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Nauðsynlegt að velta öllum steinum Jafnframt ríki óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það sé því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. „Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“ Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að á árunum 2021 til 2023 hafi félagið ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn, tekið fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða þrettán nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin hafi einnig skipt sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Erfið ákvörðun „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af mikilli verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Nauðsynlegt að velta öllum steinum Jafnframt ríki óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það sé því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. „Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“
Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Sjá meira
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40