Verndari samfélagssáttmálans Ásdís Hanna Pálsdóttir skrifar 29. maí 2024 18:15 Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég styð Baldur Þórhallsson til embættis forseta Íslands vegna þess að ég veit að hann verður þjóðinni góður liðsmaður á jafnréttisgrundvelli hér heima og ég veit líka að við verðum stolt af honum sem fulltrúa okkar á alþjóðavettvangi. Baldur sér forseta Íslands sem verndara samfélagssáttmálans, þeirra viðmiða sem við höfum komið okkur saman um og hafa reynst okkur svo vel. Hann lítur svo á að hlutverk forseta sé að tryggja að við horfum á það sem sameinar okkur, frekar en það sem sundrar. Það er falleg og auðmjúk sýn á æðsta embætti þjóðarinnar.Ég vil forseta sem stendur að baki þjóð sinni með jákvæðnina að vopni og er laus við allt dramb. Ég vil forseta sem hefur ávallt deilt kjörum með þjóð sinni en er líka vel heima í alþjóðamálum og hefur sérstaklega lagt sig fram um að skoða stöðu smáríkja í heiminum og hvernig þau geta látið til sín taka.Forsetinn er sameiningartákn og hann á beint og milliliðalaust samband við þjóðina. Hlutverk hans, öllu öðru framar, er að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar ávallt efst í huga. Við veljum okkur forseta sem mikilvægan hlekk í stjórnskipan okkar. Baldur er manna hæfastur til að gegna embættinu, allt líf hans og starf hingað til ber þess fagurt vitni. Ég veit líka að hann er kjarkmaður og ef Alþingi, í einhverju dægurþrasinu, fer fram úr sér og brýtur gegn samfélagssáttmálanum treysti ég honum til að vísa málum beint til þjóðarinnar. Hann hefur sjálfur sagt að þetta gæti til dæmis átt við ef til stæði að takmarka tjáningarfrelsi, réttindi kvenna eða hinsegin fólks. Okkur finnst það kannski fjarstæðukennt að slíkt gæti gerst, en því miður hefur nokkuð borið á bakslagi í mannréttindum af öllum toga undanfarin misseri og við eigum ekki að ganga út frá að við séum ónæm fyrir slíku. Forsetinn er varðmaður gildanna okkar og hann þarf að þekkja þau og vera reiðubúinn að tala tæpitungulaust fyrir þeim. Ég treysti Baldri Þórhallssyni manna best til þess.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun