Hommar og hegningarlög Kjartan Þór Ingason skrifar 30. maí 2024 11:01 „Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þjónusta og greining á börnum með ADHD Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttiir Skoðun Skoðun Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar