Hommar og hegningarlög Kjartan Þór Ingason skrifar 30. maí 2024 11:01 „Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
„Guðmundur Sigurjónsson dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir kynvillu.“ Svo hljómar frétt í dagblaðinu Dagur þann 10. apríl 1924. Mörgum lesendum Dags brá eflaust í brún að frægur ólympíufari í glímu, bindindismaður og vonarstjarna í góðtemplarareglunni skyldi hafa brotið gegn „náttúrulegu eðli“ og játað brot sín fúslega fyrir dómi. Eftir að Guðmundur var látinn laus tókst honum að ná ágætum tökum á lífinu í samfélaginu en var þó ávallt álitinn afbrigðilegur af hluta samborgara sinna. Saga Guðmundar spilar mikilvægt hlutverk í sögu okkar sem tilheyrum hinsegin samfélaginu, enda er Guðmundur eini einstaklingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir samkynhneigð á Íslandi svo vitað sé. Ætli Guðmundur hefði trúað því ef einhver hefði sagt honum að einni öld frá dómnum ætti karlmaður sem er giftur öðrum karlmanni stuðning þúsunda kjósenda í embætti þjóðhöfðingja Íslendinga? Ólöglegt í 62 ríkjum Í sannleika sagt þá skil ég ef Guðmundur hefði seint trúað því að þetta væri veruleikinn á Íslandi árið 2024. Sú staða varð ekki að veruleika í tómarúmi heldur er hún afleiðing þrotlausrar baráttu kynslóða hinsegin fólks fyrir lagalegum úrbótum og samfélagslegri viðurkenningu. Baráttunni er þó hvergi nærri lokið og mikilvægt að vinna gegn því bakslagi sem hefur orðið, sérstaklega í garð transfólks. Viðhorfsbreytingin sem hefur orðið hér á landi á þessum 100 árum hefur því miður ekki dreifst jafnt um heimskringluna. Í dag er samkynhneigð ólögleg með beinu eða óbeinu orðalagi í 62 ríkjum, þar af eru 12 ríki þar sem samkynhneigðir eiga á hættu að vera dæmdir til dauða. Í mörgum þessara ríkja líkt og á Íslandi árið 1924 er hugmyndin um þjóðkjörinn hinsegin þjóðhöfðingja, sem þarf ekki að lifa loftlausu lífi inni í skáp, óraunverulegur draumur. Stuðningur landsmanna við Baldur Þórhallsson í embætti forseta Íslands sendir skýr skilaboð inn í mannréttindabaráttu hinsegin fólks, ekki einungis hér á landi heldur um heim allan. Bara af því að hann er hommi? Við sem tilheyrum hinsegin samfélaginu erum jafn fjölbreytt og við erum fjölmenn, hvert með okkar hæfileika, mannkosti og galla. Baldur fær atkvæði mitt, ekki „bara vegna þess að hann er hommi“ ef svo má segja, heldur vegna yfirburðaþekkingar hans á alþjóðastjórnmálum, stjórnskipun Íslands, skýrum viðmiðum um málskotsréttinn og framúrskarandi framkomu í ræðu og riti. Ég var svo lánsamur að fá Baldur sem kennara í námi mínu í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þar fékk ég góða innsýn inn í kenningar hans um smáríki og þau tækifæri sem Ísland getur nýtt sér til að hafa jákvæð áhrif á alheimsþorpið. Það sem ég man þó mest eftir voru jákvæð samskipti við nemendur. Eitt er að vera klár í sínu fagi en það þýðir ekki að allir sem eru klárir séu góðir kennarar. Góður kennari hlustar af yfirvegun á spurningar nemenda sinna, ræðir við þá af virðingu og gefur sér tíma til að útskýra flókin viðfangsefni, sem Baldur gerir svo sannarlega. Brjótum blað! Ég vil forseta sem ég get verið stoltur af, sem kemur fram af auðmýkt en er jafnframt fullur af fróðleik og með þor til að standa upp fyrir mannréttindum innan sem utan landsteinanna. Fyrir 100 árum dæmdu íslenskir dómstólar Guðmund í fangelsi fyrir það eitt að vera eins og hann er. Núna er sóknarfæri fyrir íslenskt samfélag til að brjóta blað í sögunni og kjósa framúrskarandi, frambærilegan og réttsýnan samkynhneigðan einstakling í embætti forseta Íslands, sem hefði þótt óhugsandi á tíma Guðmundar. Þess vegna kýs ég Baldur Þórhallsson þann 1. júní. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og ólöglegur í 62 ríkjum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun