Að velja réttu manneskjuna Starri Reynisson skrifar 30. maí 2024 12:30 Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hlutverk forseta Íslands er margbrotið. Manneskjan sem velst í það embætti þarf að sinna alls konar verkefnum bæði heima fyrir og erlendis. Hún þarf að kunna sig og koma vel fyrir á alþjóðavettvangi til að geta stutt við hagsmuni Íslands og gildandi utanríkisstefnu hvers tíma. Hún þarf að vera læs á stjórnmálaástandið innanlands án þess að vera beinn dagsdaglegur þátttakandi í því og þó tilbúin að stíga inn sem málsvari almennings verði hún vör við rof milli þings og þjóðarvilja. Hún þarf að þekkja og skilja fjölbreyttan veruleika íslensks samfélags. Sem óflokkspólitískur þjóðkjörinn fulltrúi almennings þarf hún að geta verið allra, sameiningarafl sem flestir Íslendingar geta litið upp til og verið stoltir af. Guðni Th. hefur sinnt þessu hlutverki af stakri prýði undanfarin átta ár. Það sem mér hefur þótt best í fari Guðna er hvað honum hefur einmitt gengið vel að vera allra. Vera aðgengilegur, auðmjúkur, manneskjulegur og hlýr. Hvar sem hann kemur, hvort sem það er í opinberum erindagjörðum eða bara í sundferð eða búðarápi, nálgast hann fólk og lyftir upp því sem það er að gera. Mér finnst það mikilvægast í fari góðs forseta og þetta eru þeir eiginleikar sem ég hef horft mest eftir hjá frambjóðendum í yfirstandandi kosningabaráttu. Í mínum huga þarf góður forseti að geta stigið á svið og haldið tölu, til dæmis á viðburðum þar sem verið er að heiðra framúrskarandi einstaklinga, fagna áfangasigri fyrir gott málefni eða halda upp á stórafmæli mikilvægra félagasamtaka, án þess að gera sjálfan sig að aðalatriði viðburðarins heldur nýta nærveru sína til að lyfta upp því sem verið er að heiðra hverju sinni. Góður forseti sækist ekki eftir því að vera sjálfur miðpunktur athyglinnar. Hann á ekki að standa sjálfur í sviðsljósinu, heldur á hann að beina ljóskastaranum að því sem raunverulega skiptir máli. Bæði fólki og málefnum sem verðskulda sérstaka viðurkenningu, en líka venjulegu fólki í sínu daglega vafstri. Við stöndum frammi fyrir áhugaverðu vali næstkomandi laugardag og mannvalið meðal frambjóðenda er með afbrigðum gott. Ég efast ekki um að allir þeir frambjóðendur sem mælst hafa efstir í könnunum geti valdið embættinu, sérstaklega praktískum hluta þess. Einn frambjóðandi hefur mér þó þótt bera af þegar kemur að manneskjulega hlutanum. Halla Hrund hefur komið víða við og sankað að sér fjölbreyttri reynslu sem gefur henni góðan skilning á margbreytileika samfélagsins, án þess að hún hafi myndað of sterk tengsl við hagsmunahópa í fjármálaheiminum eða flokkapólitík. Hún þekkir vel flestar þær fjölbreyttu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi og er óhrædd við að standa með hagsmunum þjóðarinnar, ekki síst í auðlindamálum. Fyrst og fremst hefur mér þótt framkoma hennar í gegnum alla kosningabaráttuna einkennast af heiðarleika, auðmýkt og mennsku. Ég hef trú á því að hún geti verið forseti okkar allra, sem við getum sameinast um og verið stolt af. Þess vegna kýs ég Höllu Hrund. Höfundur er bóksali og nemandi við Háskólann á Bifröst.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun