Lilleström liðið mun sameinast Lörenskog IF og um leið taka upp nafn Lörenskog IF. Bæði félög tilkynntu þetta í fréttatilkynningu.
LSK Kvinner og Lørenskog IF mot sammenslåing https://t.co/LAN50OMp0v
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) May 29, 2024
Þessi sameining kemur í kjölfarið á fréttum af miklum fjárhagserfiðleikum Lilleström síðustu mánuði.
Saman mun félögin vinna að því að setja upp samstarfið, skipuleggja starfið og finna laun á fjárhagsvandræðum Lilleström. Sameininguna þurfa bæði félög síðan að samþykkja á aðalfundi sínum.
„Ég tel að allt þetta ferli ber merki um svolitla örvæntingu. Það lítur út eins og fólk hafi ekki hugsað þetta alveg til enda. Þetta var líklega bara leið út úr fjárhagsvandræðunum, sagði norski fótboltasérfræðingurinn Carl-Erik Torp við NRK.
Ásdís Karen er á sínu fyrsta tímabili með Lilleström og sínu fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa spilað með Val undanfarin ár.
Hún hefur skorað 2 mörk í 9 fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en liðið er í fimmta sætið með sautján stig í tíu leikjum. Liðið hefur unnið alla sex heimaleikina en tapað öllum fjórum útileikjunum. Liðið ætti að vera með átján stig en missti eitt stig vegna fjárhagsvandræða sinna.