Um 60 prósent af farartækjum Póstsins umhverfisvæn Ásdís Káradóttir skrifar 30. maí 2024 11:46 Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Pósturinn Umhverfismál Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Loftslagsdagurinn 2024 fór fram í Hörpu í fyrradag. Fulltrúar á vegum Póstsins hlýddu á erindin enda loftslagsmál og orkuskipti eitt mikilvægasta viðfangsefnið okkar. Eyrún Gígja Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs, flutti erindi sem nefndist Erum við hætt við orkuskiptin? Í máli hennar kom fram að aðeins 7% nýskráðra sendibíla á árinu gengju fyrir rafmagni og velti fyrir sér hvað ylli. Hún nefndi að mögulega væru lítið framboð, hagkvæmni, drægni og hleðsluinnviðir í veginum. Í framhaldinu gerði hún grein fyrir að þessir þættir ættu ekki að koma veg fyrir rafbílavæðingu í mörgum þessara tilfella. Samkvæmt Eyrúnu er nóg framboð af rafbílum og hún sýndi dæmi um að þótt stofnkostnaðurinn væri meiri gæti fjárfestingin borgað sig upp á þremur árum. Drægni og hleðsluinnviðir haldast í hendur og sýnir nýtt app, hleðslukortið, að þétt net hraðhleðslustöðva er hringinn í kringum landið. Pósturinn er svo sannarlega ekki hættur við orkuskiptin. Það er áhugavert að spegla aðgerðir Póstsins í loftlagsmálum í því sem fram kom í máli Eyrúnar. Þær hafa m.a. snúist um að endurnýja bílaflotann og nú eru tæp 60% farartækja Póstsins umhverfisvæn, ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári hefur Pósturinn fjárfest í átta nýjum dísilsendibílum. Sú ákvörðun að kaupa nýja dísilbíla er ekki léttvæg en þrátt fyrir brýningu Eyrúnar er ástæðan sú að sums staðar þurfa landpóstar að vera á fjórhjóladrifnum bílum, sem hafa ekki verið í boði rafknúnir, auk þess sem langar vegalengdir og skortur á hleðsluinnviðum setja okkur í vanda. Til allrar hamingju menga nýir dísilbílar töluvert minna en eldri bílar. Orkuskiptin eru eitt stærsta verkefnið okkar í sjálfbærnimálum. Þriðjungur bílaflotans eru hreinorkubílar. „Grænt Reykjanes“ er til marks um framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þá er öll bréfadreifing „græn“ á höfuðborgarsvæðinu og sama gildir að mestu í stærri þéttbýliskjörnum. Notkun jarðefnaeldsneytis hjá Póstinum dróst saman um 11% árið 2023. Meðal annars eignaðist Pósturinn tvo rafmagnsflutningabíla frá Volvo með 10 tonna flutningsgetu, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi. Stærstu flutningabílarnir okkar fara mun lengri veg en sendibílar og hjól og valda mikilli losun. Horft er til þess hvort í framtíðinni verði hægt að nýta vetni til að knýja allra stærstu flutningabílana lengstu leiðirnar. Hleðslustöðvum Póstsins hefur verið fjölgað til muna á síðustu misserum. Meðal annars hefur verið sett upp 225 kW hleðslustöð við Póstmiðstöðina á Stórhöfða auk tíu nýrra hleðslustöðva. Á landsvísu eru hleðslustöðvar Póstsins orðnar 30 talsins. Í lokin benti Eyrún á það að þrátt fyrir allt væru hagkvæmustu orkuskiptin fólgin í minni notkun. Þess má geta að farartæki Póstsins óku 5,2 milljónir kílómetra árið 2022 en „aðeins“ 4,7 milljónir á síðasta ári. Það má helst rekja til þess að nú er net afgreiðslustaða orðið mun þéttara en áður, í formi póstboxa, sem styttir vegalengdir sem ekið er með sendingar. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar