„Ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2024 22:49 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í toppslag Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. „Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“ Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
„Þetta var frekar lokaður leikur og þeir spiluðu maður á mann pressu sem gerði þetta bara erfitt,“ sagði Arnar í leiksok. „Það var erfitt að tengja sendingar og ég held að þrátt fyrir að við höfum haft einhverja yfirburði á boltann þá hafi sendingahlutfallið örugglega verið mjög lágt sem þýðir að fótboltaleg gæði voru ekkert mjög mikil.“ „Hvorugt liðið náði í raun og veru að tengja sendingar. Blikarnir voru mikið í löngum boltum inn fyrir og svo þegar Pálmi fékk boltann í markinu hjá okkur þá var lítið um valmöguleika því þeir voru bara í maður á mann og lokuðu vel á pressuna.“ „Þetta varð svona seinni bolta leikur og þannig kom mark Blikanna. Þeir unnu seinni boltann og Jason svindlaði aðeins á jákvæðan hátt á vinstri kantinum, var bara á undan okkar manni og gerði það vel þegar fyrirgjöfin kom á teiginn. En það var hrikalega ljúft að sjá svo boltann fara inn þegar Gísli skoraði, en heilt yfir var jafntefli kannski bara sanngjörn niðurstaða.“ Hefði viljað skapa meira Þá segist Arnar hafa viljað sjá sína menn skapa sér fleiri færi í leik kvöldsins. „Já, auðvitað. Mér fannst þegar leið á seinni hálfleikinn þeir vera farnir að þreytast verulega. Maður á mann þýðir gríðarleg hlaup fyrir Blikana og mér fannst við fara illa með góðar stöður í þau fáu skipti sem okkur tókst að skapa þær.“ „Við sköpuðum ekki mikið, en ég held að hvorugt liðið hafi skapað mikið. Þetta var bara mjög lokaður leikur. Lokuð skák.“ Arnar segir einnig að vel hafi verið tekið á því, þrátt fyrir að leikurinn hafi kannski boðið upp á minni hasar en áður þegar þessi tvö lið hafa mæst. „Leikmenn tóku vel á því. Það voru nokkur gul spjöld og það var verið að stöðva skyndisóknir og þess háttar. Svo var hasar í lokin þegar við reyndum að sækja sigurinn. Mér fannst ekki eins og Víkingar ættu að vera að koma á þennan völl til að sækja sigur. Þetta átti að vera svona meira control og þeir að opna sig og koma út úr skelinni, en þeir gerðu það bara aldrei. Ég átti von á að þeir myndu pressa okkur meira og þá var lausi maðurinn alltaf markmaðurinn.“ Önnur tíð eftir að Óskar fór Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, var sérfræðingur Stöðvar 2 Sports á leiknum og honum fannst leikmenn liðanna vera fullmiklir vinir á vellinum. Liðin háðu hatramma baráttu þegar Óskar var við stjórnvölin, en Arnar segir að nú séu breyttir tímar. „Það eru breyttir tímar síðan hann fór,“ grínaðist Arnar. „En ég kaupi það alveg, ég held að ég og Dóri [Halldór Árnason, þjálfari Blika] höfum meira að segja faðmast líka. Ég veit ekki hvað var að ske eiginlega.“ „En mér fannst alveg tekist vel á því í leiknum sjálfum. Það voru tæklingar og mönnum langaði virkilega að vinna. En mér fannst meira eins og mönnum langaði að tapa ekki frekar en að vinna. Þetta var einhvernveginn þannig leikur.“ „En að koma á Kópavogsvöll og vera búnir að taka fjögur stig af Breiðabliki, það er bara nokkuð gott. Ég ætla ekki að gráta þessi úrslit of mikið.“
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - Víkingur R. 1-1 | Meistararnir björguðu stigi í uppbótartíma Íslandsmeistarar Víkings björguðu stigi er liðið heimsótti Breiðablik í toppslag Bestu-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-1 þar sem Gísli Gottskálk Þórðarson reyndist hetja gestanna. 30. maí 2024 19:30