Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 10:00 Aron Pálmarsson lyftir hér bikarnum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með FH á dögunum í fyrsta sinn á hans ferli. Vísir/Pawel Aron Pálmarsson varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með FH. Takmark sem hann stefndi að með uppeldisfélaginu allt frá heimkomu fyrir tímabilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja umræðuna um möguleg endalok á hans ferli. FH tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. Er um að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitill liðsins í þrettán ár og er hann sá sautjándi í röðinni hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Þá er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins eftir heimkomu FH-ingsins Arons Pálmarssonar úr atvinnumennsku. „Allan daginn, sem og í leikunum sjálfum var maður bara í bullandi fókus. Maður hefur, í gegnum sinn feril, vanist þessum stóru leikjum. Maður reyndi því að stilla þetta af þannig að þetta væri nú bara einn handboltaleikur. En svo komu fram tilfinningar og auðvitað mikil gleði eftir leik,“ segir Aron aðspurður hvernig það sé að vera orðinn Íslandsmeistari og það í fyrsta skipti á hans ferli. Á sínum ferli, sem spannar meðal annars mörg ár í atvinnumennsku, hefur Aron unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Margfaldur lands- og bikarmeistari þarna á ferð og þá hefur hann einnig hampað mikilfenglegasta bikarnum af öllum, Evrópumeistaratitli félagsliða með sigri í Meistaradeild Evrópu. Tímabil sem tók mikið á Hann átti þó alltaf eftir að verða Íslandsmeistari. En það er ekki staðan lengur og er Aron enn að melta þann sigur. Aron í leiknum gegn Aftureldingu á dögunum. Leiknum þar sem að FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/Pawel „Maður fann fyrir miklum létti strax eftir leik og með kvöldinu. En núna, þegar að maður kemur aftur í Kaplakrika eftir þetta og hittir fólk, þá finnur maður hvað þetta skiptir miklu máli. Þetta hafa verið yndislegir tímar sem hafa liðið frá leiknum þar sem að við tryggðum titilinn. Maður er að melta þetta. Að þetta takmark hafi náðst. Auðvitað settum við markið hátt. Ætluðum okkur þetta í byrjun tímabils. Stefnan að sækja þann stóra. Þetta tímabil tók mikið á. Bæði fyrir liðið sem og mig persónulega, því þessu fylgdu margar nýjar áskoranir, að koma aftur heim, og er allt öðruvísi dæmi en ég er vanur. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Þá er ég þokkalega stoltur af sjálfum mér líka. Að hafa klárað þetta.“ Sérstakur titill Þrátt fyrir alla stóru titlana á sínum ferli viðurkennir Aron að tilfinningin sem fylgir því að hampa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum sé að einhverju leiti sérstök. Fögnuðurinn í leikslok var mikill. Bið FH-inga eftir næsta Íslandsmeistaratitli lokið.Vísir/Pawel „Já þetta var mjög sérstakt tímabil fyrir mig. Stefnan mín, þannig séð, var ekkert að spila aftur á Íslandi. Maður er að koma inn í allt öðruvísi pakka en maður hefur vanist síðustu tíu til fjórtán árin. Þetta var mikil áskorun. Auðvitað gerði ég mér alveg grein fyrir því. En ég verð að gefa félaginu allt mitt hrós. Hvernig þeir í raun tóku á móti mér. Auðvitað voru þeir ánægðir með að fá mig og allt það en hvernig komið var fram við mig í allan vetur. Mér var bara tekið frekar vel og mér leið mjög vel. Það var það sem skipti mestu máli fyrir sjálfan mig. Þetta er sérstakur áfangi. Ég á eftir að melta þetta aðeins. En þetta er algjörlega frábrugðið öðrum titlum og tímabilum.“ „Eins og maður eldist um tíu ár við það eitt að koma heim“ Draumar Arons fyrir tímann hjá FH eru stærri en það að verða bara Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu. Leikmaðurinn sem hefur unnið stóra sigra fyrir lands- og félagslið, vill meira. „Við náðum í tvo titla af þremur á þessu tímabili. Gerum bara betur næst. Við vorum svekktir yfir því að komast ekki í úrslitahelgina í bikarnum og berjast þar um bikarmeistaratitilinn. Það er eitthvað sem ég á eftir. Það er auðvitað stefnan. Að gera betur en síðast. Ég er bara spenntur fyrir framhaldinu. Er núna búinn að aðlagast. Veit um hvað þetta snýst. Ég mæti bara enn þá betri inn í næsta tímabil.“ Þannig að þú ert hvergi nærri hættur? „Nei ég skil ekki alveg þetta tal um það. Það er eins og maður eldist um tíu ár við það eitt að koma heim til Íslands miðað við umræðuna. Nei. Ég sé ekki fyrir mér einhver endalok á næstunni. Stefnan hjá FH er alltaf að berjast um titla þó það hafi kannski ekki gengið sem skildi síðustu ár. Við viljum alltaf vera að berjast við toppinn. Ég fer inn í hvert einasta tímabil, sérstaklega með þessu félagi, til þess að ná í alla titla sem í boði eru. Svo lengi sem ég verð hérna þá er það mitt markmið.“ Olís-deild karla FH Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
FH tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Aftureldingu í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar. Er um að ræða fyrsta Íslandsmeistaratitill liðsins í þrettán ár og er hann sá sautjándi í röðinni hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Þá er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins eftir heimkomu FH-ingsins Arons Pálmarssonar úr atvinnumennsku. „Allan daginn, sem og í leikunum sjálfum var maður bara í bullandi fókus. Maður hefur, í gegnum sinn feril, vanist þessum stóru leikjum. Maður reyndi því að stilla þetta af þannig að þetta væri nú bara einn handboltaleikur. En svo komu fram tilfinningar og auðvitað mikil gleði eftir leik,“ segir Aron aðspurður hvernig það sé að vera orðinn Íslandsmeistari og það í fyrsta skipti á hans ferli. Á sínum ferli, sem spannar meðal annars mörg ár í atvinnumennsku, hefur Aron unnið allt sem hægt er að vinna með félagsliðum sínum. Margfaldur lands- og bikarmeistari þarna á ferð og þá hefur hann einnig hampað mikilfenglegasta bikarnum af öllum, Evrópumeistaratitli félagsliða með sigri í Meistaradeild Evrópu. Tímabil sem tók mikið á Hann átti þó alltaf eftir að verða Íslandsmeistari. En það er ekki staðan lengur og er Aron enn að melta þann sigur. Aron í leiknum gegn Aftureldingu á dögunum. Leiknum þar sem að FH tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.Vísir/Pawel „Maður fann fyrir miklum létti strax eftir leik og með kvöldinu. En núna, þegar að maður kemur aftur í Kaplakrika eftir þetta og hittir fólk, þá finnur maður hvað þetta skiptir miklu máli. Þetta hafa verið yndislegir tímar sem hafa liðið frá leiknum þar sem að við tryggðum titilinn. Maður er að melta þetta. Að þetta takmark hafi náðst. Auðvitað settum við markið hátt. Ætluðum okkur þetta í byrjun tímabils. Stefnan að sækja þann stóra. Þetta tímabil tók mikið á. Bæði fyrir liðið sem og mig persónulega, því þessu fylgdu margar nýjar áskoranir, að koma aftur heim, og er allt öðruvísi dæmi en ég er vanur. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Þá er ég þokkalega stoltur af sjálfum mér líka. Að hafa klárað þetta.“ Sérstakur titill Þrátt fyrir alla stóru titlana á sínum ferli viðurkennir Aron að tilfinningin sem fylgir því að hampa sjálfum Íslandsmeistaratitlinum sé að einhverju leiti sérstök. Fögnuðurinn í leikslok var mikill. Bið FH-inga eftir næsta Íslandsmeistaratitli lokið.Vísir/Pawel „Já þetta var mjög sérstakt tímabil fyrir mig. Stefnan mín, þannig séð, var ekkert að spila aftur á Íslandi. Maður er að koma inn í allt öðruvísi pakka en maður hefur vanist síðustu tíu til fjórtán árin. Þetta var mikil áskorun. Auðvitað gerði ég mér alveg grein fyrir því. En ég verð að gefa félaginu allt mitt hrós. Hvernig þeir í raun tóku á móti mér. Auðvitað voru þeir ánægðir með að fá mig og allt það en hvernig komið var fram við mig í allan vetur. Mér var bara tekið frekar vel og mér leið mjög vel. Það var það sem skipti mestu máli fyrir sjálfan mig. Þetta er sérstakur áfangi. Ég á eftir að melta þetta aðeins. En þetta er algjörlega frábrugðið öðrum titlum og tímabilum.“ „Eins og maður eldist um tíu ár við það eitt að koma heim“ Draumar Arons fyrir tímann hjá FH eru stærri en það að verða bara Íslandsmeistari með uppeldisfélaginu. Leikmaðurinn sem hefur unnið stóra sigra fyrir lands- og félagslið, vill meira. „Við náðum í tvo titla af þremur á þessu tímabili. Gerum bara betur næst. Við vorum svekktir yfir því að komast ekki í úrslitahelgina í bikarnum og berjast þar um bikarmeistaratitilinn. Það er eitthvað sem ég á eftir. Það er auðvitað stefnan. Að gera betur en síðast. Ég er bara spenntur fyrir framhaldinu. Er núna búinn að aðlagast. Veit um hvað þetta snýst. Ég mæti bara enn þá betri inn í næsta tímabil.“ Þannig að þú ert hvergi nærri hættur? „Nei ég skil ekki alveg þetta tal um það. Það er eins og maður eldist um tíu ár við það eitt að koma heim til Íslands miðað við umræðuna. Nei. Ég sé ekki fyrir mér einhver endalok á næstunni. Stefnan hjá FH er alltaf að berjast um titla þó það hafi kannski ekki gengið sem skildi síðustu ár. Við viljum alltaf vera að berjast við toppinn. Ég fer inn í hvert einasta tímabil, sérstaklega með þessu félagi, til þess að ná í alla titla sem í boði eru. Svo lengi sem ég verð hérna þá er það mitt markmið.“
Olís-deild karla FH Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira