Forsetinn, NATÓ, ýsan og blokkin Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 31. maí 2024 13:45 Varðandi afstöðu míns forsetaframbjóðanda Katrínar Jakobsdóttur til aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og fram kom í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi þá er það dæmi um mál þar sem okkur greinir á í grundvallaratriði. En ég virði afstöðu hennar og annarra sem byggja það á málefnalegum forsendum. Eins og allt eðlilegt fólk hef ég takmarkalausa andstyggð á stríðum og hörmungum þeirra fyrir mannkyn allt og mennsku okkar. Styð alltaf friðarviðræður, samtal og samninga þar sem það er nokkur kostur. Raunsæið og sagan segir mér hins vegar að í heimi hér þrífst hreinræktuð illska og í sumum löndum kemst til valda fólk sem er knúið áfram af henni. Þess vegna hef ég alltaf haft vissa samúð með Neville Chamberlain fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem tók rangan pól í hæðina og hélt hann hefði forðað Evrópu frá stríði með innistæðulausum samningum við Hitler. Aðild Íslands að Nató er að mínu mati nauðsyn og mikið lán að hún hafi raungerst á öldinni sem leið í ljósi þess hversu sáralítið við færum að borðinu og ekki ein einasta mannfórn í formi hermanns mun þurfa að koma frá okkur þegar í harðbakkann slær og verja þarf frjálsar þjóðir. Hvernig get ég þá stutt Katrínu til forseta? Það er vegna þess að Katrín Jakobsdóttir hefur margsinnis sýnt sem stjórnmálamaður opinberlega og mér persónulega líka að hún ekki bara virðir gagnstæð sjónarmið heldur leggur sig fram um að skilja þau. Laus við allar kreddur. Hún virðir lýðræðið og þingviljann. Sem forsætisráðherra vann hún þannig á vettvangi Nató og gekk fram fyrir hönd lands og þjóðar með slíkum glæsibrag að eftir var tekið hér á landi og annars staðar. Þetta er fágætur styrkleiki hjá íslenskum stjórnmálamanni og einn af helstu mannkostum Katrínar sem ég vil taka mér til fyrirmyndar og er ástæða þess að ég kýs hana. Vigdís og Ólafur Ragnar voru líka andsnúin Nató-aðild Íslands og veru Varnarliðs hér á landi. Þau létu það í ljós löngu áður en þau fóru í forsetaframboð. Ólíkt Katrínu hafði ekki reynt á þá nálgun þeirra í neinu embætti sem snertiflöt hefur við málið fyrir forsetakjör beggja en forsætisráðherra hefur þar alltaf hvort eð er meiri áhrif og völd en forseti. Þau Vigdís og Ólafur urðu færsælir forsetar hvort með sínum hætti, aldrei reyndi á fyrri afstöðu þeirra enda málefni þingsins og enn er Ísland í Nató. Getan til að sameina af alvöru Styrkleiki Katrínar sem ég hef lýst birtist okkur líka þegar hún myndaði núverandi ríkisstjórnarmynstur þegar það var í reynd eini kosturinn til að koma starfhæfri ríkisstjórn yfir landið – við strembnar aðstæður með metfjölda flokka á þingi sem gefa flestir meira fyrir stundarvinsældir á samfélagsmiðlum en minnsta þjóðfélagslegan ávinning í anda eigin stefnu. Katrín er klár og vissi vel að samstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn væri ekki til þess fallið að auka fylgi VG á vinstri vængnum og myndi miklu heldur hrekja frá jafnvel flokksbundið fólk. Auðveldari og popúlískari leiðin hefði verið að gera eins og þáv. formaður Samfylkingar að útiloka strax í upphafi kosningabaráttunnar samstarf við stærsta stjórnmálaflokkinn í von um hylli kjósenda, sem svo ekki skilaði sér frekar en stólar við ríkisstjórnarborðið þar sem kosningaloforð geta orðið að veruleika. Hvers hagur var það? Katrín stillti sig um þetta og tók þjóðarhag fram yfir stjórnmálasirkus. Þótt einhverjir hafi gleymt því nú þá mældist ríkisstjórn hennar lengi vel með mun meiri stuðning landsmanna en stuðningurinn sem mældist við ríkisstjórnarflokkana alla samanlagt. Katrín varð aftur og aftur í marktækum viðhorfskönnunum langvinsælasti stjórnmálamaðurinn með margfalt meiri persónustuðning en flokkurinn sem hún leiddi. Varð enda forsætisráðherra þótt ekki væri hún formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Við þetta má að endingu bæta að þegar núverandi ríkisstjórnarmynstur komst á hafði engin þriggja flokka ríkisstjórn klárað heilt kjörtímabil. Alltaf sprakk. Ekki bara lifði þessi fyrsta þriggja flokka ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur af heilt kjörtímabil heldur er komin langleiðina með klára annað til þegar Katrín fer í forsetaframboð. Og ekki hefur samstarfið verið sigling á lygnum sjó, það er öllum ljóst. Það segir hins vegar allt um bæði verkstjórann og manneskjuna Katrínu, hæfni hennar og getu til að halda fólki saman við flóknar og krefjandi aðstæður að þetta sé staðan. Það eru einmitt þessir eiginleikar sem munu færa okkur forseta sem raunverulega getur leyst flókin mál og sameinað og sætt þegar það skiptir mestu máli en gerir það ekki bara með hljómfögru en í reynd innihaldslausu þjóðarpeppi. Já, eða hinu sem ég hef minni mætur á einhverri sýndarmennsku sem upphefur minnimáttarkennd landans. Eins og til dæmis með einhverjum táknrænum kjánahrolli að skutlast á forsetabílnum í Smáralind og háma þar í sig volga pylsu fyrir allra augum. Við þurfum ekki kjósa forseta og setja hann í hæsta launaflokk auk annarra fríðinda til þess eins að láta okkur líða betur með að vera venjuleg. Hjá þjóð sem telur 380.000 manns erum við auðvitað öll venjuleg, líka forsetinn sem fer fremstur meðal jafningja. Jafningja sem eiga það sameiginlega upphaf lífsminninga að hafa leikið sér sem börn í stigagangi við angan af soðinni ýsu frá íbúðum blokkarinnar og fjarlægan hljóm af lestri veðurfregna frá Veðurstofu Íslands. Forsetakjör Katrínar yrði þjóðargæfa Á morgun gefst okkur einstakt tækifæri til að kjósa forseta sem hefur reynslu, vigt og styrk sem sjaldan er valkostur á. Alvöru forseta sem hefur sýnt að hún getur, þorir og vill. Forseta sem hefur nú þegar lifandi tengsl við ráðafólk víða um heim og getur greitt götu íslenskra þjóðarhagsmuna í breiðum skilningi þar. Ég vona að þjóðin skapi sér þá gæfu að hefja sig yfir hávaðann, sundurlyndisöflin og ruglið og kjósi Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta Íslands. Það mun ég gera á morgun með hjartað fullt af gleði og heilbrigðu þjóðarstolti, klæddur í tilefni dagsins í vandræðalega smart jakkaföt og með bindi í fánalitunum. Höfundur er hárskeri, stjórnsýslufræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Varðandi afstöðu míns forsetaframbjóðanda Katrínar Jakobsdóttur til aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu og fram kom í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi þá er það dæmi um mál þar sem okkur greinir á í grundvallaratriði. En ég virði afstöðu hennar og annarra sem byggja það á málefnalegum forsendum. Eins og allt eðlilegt fólk hef ég takmarkalausa andstyggð á stríðum og hörmungum þeirra fyrir mannkyn allt og mennsku okkar. Styð alltaf friðarviðræður, samtal og samninga þar sem það er nokkur kostur. Raunsæið og sagan segir mér hins vegar að í heimi hér þrífst hreinræktuð illska og í sumum löndum kemst til valda fólk sem er knúið áfram af henni. Þess vegna hef ég alltaf haft vissa samúð með Neville Chamberlain fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sem tók rangan pól í hæðina og hélt hann hefði forðað Evrópu frá stríði með innistæðulausum samningum við Hitler. Aðild Íslands að Nató er að mínu mati nauðsyn og mikið lán að hún hafi raungerst á öldinni sem leið í ljósi þess hversu sáralítið við færum að borðinu og ekki ein einasta mannfórn í formi hermanns mun þurfa að koma frá okkur þegar í harðbakkann slær og verja þarf frjálsar þjóðir. Hvernig get ég þá stutt Katrínu til forseta? Það er vegna þess að Katrín Jakobsdóttir hefur margsinnis sýnt sem stjórnmálamaður opinberlega og mér persónulega líka að hún ekki bara virðir gagnstæð sjónarmið heldur leggur sig fram um að skilja þau. Laus við allar kreddur. Hún virðir lýðræðið og þingviljann. Sem forsætisráðherra vann hún þannig á vettvangi Nató og gekk fram fyrir hönd lands og þjóðar með slíkum glæsibrag að eftir var tekið hér á landi og annars staðar. Þetta er fágætur styrkleiki hjá íslenskum stjórnmálamanni og einn af helstu mannkostum Katrínar sem ég vil taka mér til fyrirmyndar og er ástæða þess að ég kýs hana. Vigdís og Ólafur Ragnar voru líka andsnúin Nató-aðild Íslands og veru Varnarliðs hér á landi. Þau létu það í ljós löngu áður en þau fóru í forsetaframboð. Ólíkt Katrínu hafði ekki reynt á þá nálgun þeirra í neinu embætti sem snertiflöt hefur við málið fyrir forsetakjör beggja en forsætisráðherra hefur þar alltaf hvort eð er meiri áhrif og völd en forseti. Þau Vigdís og Ólafur urðu færsælir forsetar hvort með sínum hætti, aldrei reyndi á fyrri afstöðu þeirra enda málefni þingsins og enn er Ísland í Nató. Getan til að sameina af alvöru Styrkleiki Katrínar sem ég hef lýst birtist okkur líka þegar hún myndaði núverandi ríkisstjórnarmynstur þegar það var í reynd eini kosturinn til að koma starfhæfri ríkisstjórn yfir landið – við strembnar aðstæður með metfjölda flokka á þingi sem gefa flestir meira fyrir stundarvinsældir á samfélagsmiðlum en minnsta þjóðfélagslegan ávinning í anda eigin stefnu. Katrín er klár og vissi vel að samstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsókn væri ekki til þess fallið að auka fylgi VG á vinstri vængnum og myndi miklu heldur hrekja frá jafnvel flokksbundið fólk. Auðveldari og popúlískari leiðin hefði verið að gera eins og þáv. formaður Samfylkingar að útiloka strax í upphafi kosningabaráttunnar samstarf við stærsta stjórnmálaflokkinn í von um hylli kjósenda, sem svo ekki skilaði sér frekar en stólar við ríkisstjórnarborðið þar sem kosningaloforð geta orðið að veruleika. Hvers hagur var það? Katrín stillti sig um þetta og tók þjóðarhag fram yfir stjórnmálasirkus. Þótt einhverjir hafi gleymt því nú þá mældist ríkisstjórn hennar lengi vel með mun meiri stuðning landsmanna en stuðningurinn sem mældist við ríkisstjórnarflokkana alla samanlagt. Katrín varð aftur og aftur í marktækum viðhorfskönnunum langvinsælasti stjórnmálamaðurinn með margfalt meiri persónustuðning en flokkurinn sem hún leiddi. Varð enda forsætisráðherra þótt ekki væri hún formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Við þetta má að endingu bæta að þegar núverandi ríkisstjórnarmynstur komst á hafði engin þriggja flokka ríkisstjórn klárað heilt kjörtímabil. Alltaf sprakk. Ekki bara lifði þessi fyrsta þriggja flokka ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur af heilt kjörtímabil heldur er komin langleiðina með klára annað til þegar Katrín fer í forsetaframboð. Og ekki hefur samstarfið verið sigling á lygnum sjó, það er öllum ljóst. Það segir hins vegar allt um bæði verkstjórann og manneskjuna Katrínu, hæfni hennar og getu til að halda fólki saman við flóknar og krefjandi aðstæður að þetta sé staðan. Það eru einmitt þessir eiginleikar sem munu færa okkur forseta sem raunverulega getur leyst flókin mál og sameinað og sætt þegar það skiptir mestu máli en gerir það ekki bara með hljómfögru en í reynd innihaldslausu þjóðarpeppi. Já, eða hinu sem ég hef minni mætur á einhverri sýndarmennsku sem upphefur minnimáttarkennd landans. Eins og til dæmis með einhverjum táknrænum kjánahrolli að skutlast á forsetabílnum í Smáralind og háma þar í sig volga pylsu fyrir allra augum. Við þurfum ekki kjósa forseta og setja hann í hæsta launaflokk auk annarra fríðinda til þess eins að láta okkur líða betur með að vera venjuleg. Hjá þjóð sem telur 380.000 manns erum við auðvitað öll venjuleg, líka forsetinn sem fer fremstur meðal jafningja. Jafningja sem eiga það sameiginlega upphaf lífsminninga að hafa leikið sér sem börn í stigagangi við angan af soðinni ýsu frá íbúðum blokkarinnar og fjarlægan hljóm af lestri veðurfregna frá Veðurstofu Íslands. Forsetakjör Katrínar yrði þjóðargæfa Á morgun gefst okkur einstakt tækifæri til að kjósa forseta sem hefur reynslu, vigt og styrk sem sjaldan er valkostur á. Alvöru forseta sem hefur sýnt að hún getur, þorir og vill. Forseta sem hefur nú þegar lifandi tengsl við ráðafólk víða um heim og getur greitt götu íslenskra þjóðarhagsmuna í breiðum skilningi þar. Ég vona að þjóðin skapi sér þá gæfu að hefja sig yfir hávaðann, sundurlyndisöflin og ruglið og kjósi Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta Íslands. Það mun ég gera á morgun með hjartað fullt af gleði og heilbrigðu þjóðarstolti, klæddur í tilefni dagsins í vandræðalega smart jakkaföt og með bindi í fánalitunum. Höfundur er hárskeri, stjórnsýslufræðingur og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun