Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 07:01 Þessi bíll fór illa í sprengingunni. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58