Um afrekskonuna Katrínu Tómas Ísleifsson skrifar 31. maí 2024 18:01 Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Steinunn Jóhannesdóttir skrifar stuttan pistil um afrek Katrínar Jakobsdóttur. Steinunn var í eina tíð leikkona og hún byrjar á að setja upp Pótemkíntjöld/skrauttjöld til að villa um fyrir áhorfendum. Hvers konar stúlkur séu kvenhetjur: „Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi.“ Það eru dekurstelpur tuttugustu aldar, sem fengu að fara í menntó, háskólann og höfðu efni á að nota tíma sinn til að stunda íþróttir. Ekki stelpur eins og Bjarnheiður Leósdóttir á Skaganum - móðir Steinunnar, sem vann hörðum höndum verkamannavinnu. Katrín Jakobsdóttir hefur sennilega aldrei unnið ærlegt handtak erfiðiskonu. Það er ekki Katrínu að þakka að hún var krúttleg klár stelpa, það fékk hún í vöggugjöf. Augljóst er að hún var næm og stundaði sitt nám. Foreldrar hennar og íslenskt þjóðfélag gerðu henni það kleift. Ég hef hvergi séð þess merki að Katrín sé einlæg á framabrautinni, en hún er einbeitt í að grípa vegtyllur. Á 14 ára ráðherradómi Katrínar tók Stjórnarráðið ýmsar ákvarðanir. Til þess eru ráðherrar settir þar yfir. Steinunn skrifar eins og engar ákvarðanir hefðu verið teknar í menntamálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu ef afrekskonan Katrín hefði ekki verið þar. Nærtækt í tíma eru varnargarðar til að verja Grindavík. Steinunn er ekki svo heimsk að halda að engir garðar hefðu verið reistir ef Katrín hefði ekki verið í forsætisráðuneytinu, en Steinunn eru nógu óheiðarleg til að gera sitt besta til að slá ryki í augu kjósenda. Það er ekki boðlegur málflutningur að halda því fram að Íslendingar séu höfuðlaus her, sem hefðu hvorki haft hugsun eða döngun til að reisa varnargarða ef forystu afrekskonunnar hefði ekki notið við. Í málflutningi Steinunnar er tvennt rétt: Enginn getur tekið ákvörðun, sem allir eru ánægðir með. Forsæti í samstjórn þriggja flokka er vandasamt verkefni. Hér fordæmi ég Katrínu fyrir að leiða sinn þingflokk út í þá ófæru að brjóta Stjórnarskrána þ. 2. september 2019 og skerða með því fullveldi þjóðarinnar. Ég ætla að láta öðrum eftir að lofa verkstjórn Katrínar eða að gagnrýna hana, hvort heldur fyrir að vera of leiðitöm eða of einbeitt, í samstarfi við hina stjórnarflokkana. Allar aðrar upptalningar Steinunnar á einstökum afrekum Katrínar eru markleysa, sem dæma sig sjálfar. Göngum á röðina, í upptalningu Steinunnar: Eftir Hrunið árið 2008 ákvað íslenska ríkið og Reykjavíkurborg að halda áfram að byggja Hörpuna. Árið 2010 voru sett ný hjúskaparlög, eins lög fyrir alla landsmenn. Hvers konar, ýmis mannréttindamál. Að Katrín sé glæsilegur fulltrúi Íslands erlendis – að útlendingar falli í stafi. Væri Harpan enn draugabygging, gömlu hjúskaparlögin í gildi og ekkert nýtt í mannréttindamálum, án Katrínar? Og Steinunn heldur áfram með velluna um Katrínu á fundum með höfðingjum erlendis: „Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli.“ Margir Íslendingar kunna aðra sögu af Katrínu og hvers vegna nefnir Steinunn ekki fífldirfsku Katrínar í eftirfarandi málum? Katrín vildi setja lög um „hatursorðræðu“. Í því felst að fólk sem er henni ekki sammála skuli sektað og skyldað í endurhæfingu, samanber: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/til-varnar-tjaningarfrelsinu-ad-stimpla-rangar-skodanir-sem-hatur Katrín sagði í þingsal Alþingis að hún hugleiddi að lögleiða dráp á fullburða börnum í móðurkviði. Katrín tók þátt í að banna kristni fræðslu í grunnskólum landsins. Ég hef illan grun um að Katrín hafi ekki þá hugsjón að verja frelsi og hamingju Íslendinga. Höfundur fyrrum framhaldsskólakennari í raungreinum og stærðfræði, félagi í Vinstri-grænum
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar