Chemnitz vann fyrsta leikinn, 82-95, en Alba Berlin svaraði fyrir sig í kvöld. Staðan í einvíginu er 1-1 en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið.
Gestirnir frá Berlín voru sterkari aðilinn allan tímann í leiknum í kvöld og vörn þeirra var sérstaklega öflug. Til marks um það skoruðu heimamenn aðeins 24 stig í seinni hálfleik.
Martin átti góðan leik og skilaði flottri tölfræði. Hann skoraði ellefu stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar, flestar allra á vellinum.
Þriðji leikur Alba Berlin og Chemnitz fer fram á sunnudaginn.