Sársvekktur að hafa ekki getað kosið í Mývatnssveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 18:03 Ekkert atkvæði frá Helga Þorleifi Þórhallssyni verður í kjörkassa þegar talið verður í kvöld, í nótt og mögulega í fyrramálið. Það var mikið svekkelsi þegar Helgi Þorleifur Þórhallsson, nemi í fatahönnun við Háskóla Íslands, mætti á kjörstað í Mývatnssveit. Ástæðan var sú að hann fékk ekki að greiða atkvæði. Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag. Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag.
Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira