Mjög ósáttur við rasisma meðal þýsku þjóðarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 13:31 Joshua Kimmich er einn af reynsluboltunum i þýska fótboltanum og fær nú tækifæri til að verða Evrópumeistari á heimavelli. Getty/Alexander Hassenstein Þýski landsliðsmaðurinn Joshua Kimmich er allt annað en sáttur við bæði spurninguna og svörin í nýrri skoðunakönnum meðal þýsku þjóðarinnar þar sem spurt var út í þýska fótboltalandsliðið. Þjóðverjar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar þar sem þeir eru á heimavelli og til alls líklegir. Kimmich slams 'racist' survey that says 1 in 5 Germans want more white players in the national team https://t.co/urXJz6WCaR— CTV News (@CTVNews) June 1, 2024 Sú spurning sem hneykslaði þennan öfluga miðjumann Bayern München var sú sem fékk það út að einn af hverjum fimm Þjóðverjum vilji frekar hvíta leikmenn í landsliðið heldur en leikmenn af öðrum kynþáttum. Skoðunarkönnunin var framkvæmd meðal 1304 manna og kvenna sem voru valin af handahófi og var gerð á vegum ARD sjónvarpsstöðvarinnar. „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“ ARD notar hana í tengslum við heimildarmyndina „Unity and Justice and Diversity“ eða „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“. „Allir sem hafa alist upp í kringum fótboltann vita að þetta er algjör þvæla. Fótbolti er einmitt gott dæmi um það hvernig þú getur sameinað mismunandi þjóðerni, ólíka húðliti og öðruvísi trúarbrögð,“ sagði Kimmich. Germany midfielder Joshua Kimmich has slammed as “absolutely racist” a survey and its findings that one in five Germans would prefer more white players on the national team.@AP #Germany #DFBTeam #Kimmich #racism #Germans 🇩🇪https://t.co/3Gbeu1VdFa— Ciarán Fahey (@ciar_nfahey) June 1, 2024 Myndi sakna fullt af leikmönnum „Okkar lið snýst um það. Ég myndi sakna fullt af leikmönnum ef þeir væru ekki hérna með okkur. Þetta er bara rasismi og á ekki heima í okkar búningsklefa,“ sagði Kimmich. Kimmich ræddi við fjölmiðla í æfingabúðum þýska landsliðsins í Herzogenaurach. Sex blökkumenn eru 27 manna æfingahópi Þjóðverja. Fáránleg spurning „Þegar þú veltir því fyrir þér að við erum að fara að halda Evrópumót heima hjá okkur og þá er fáránlegt að spyrja svona spurningar. Okkar markmið er að sameina þjóðina. Þetta snýst um að ná að gera frábæra hluti saman. Okkar lið erum að reyna að fá alla að baki okkur,“ sagði Kimmich. Þjóðverjar spila vináttulandsleiki við Úkraínu á morgun og á móti Grikklandi fjórum dögum síðar. Þeir eru í riðli á EM með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Aus einer Umfrage der ARD Sportschau geht hervor, dass sich 21 % der Befragten eine weißere Nationalmannschaft wünschen. Wann hört endlich diese rassistische Kackscheisse auf? Danke Josua, für die stabile Reaktion! #Kimmich pic.twitter.com/D7px8tmJIQ— 𝚂𝙾𝚁𝙶𝙴𝙽𝙺𝙸𝙽𝙳 (@Adlershofer1892) June 1, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Þjóðverjar eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í sumar þar sem þeir eru á heimavelli og til alls líklegir. Kimmich slams 'racist' survey that says 1 in 5 Germans want more white players in the national team https://t.co/urXJz6WCaR— CTV News (@CTVNews) June 1, 2024 Sú spurning sem hneykslaði þennan öfluga miðjumann Bayern München var sú sem fékk það út að einn af hverjum fimm Þjóðverjum vilji frekar hvíta leikmenn í landsliðið heldur en leikmenn af öðrum kynþáttum. Skoðunarkönnunin var framkvæmd meðal 1304 manna og kvenna sem voru valin af handahófi og var gerð á vegum ARD sjónvarpsstöðvarinnar. „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“ ARD notar hana í tengslum við heimildarmyndina „Unity and Justice and Diversity“ eða „Samheldni, réttlæti og fjölbreytni“. „Allir sem hafa alist upp í kringum fótboltann vita að þetta er algjör þvæla. Fótbolti er einmitt gott dæmi um það hvernig þú getur sameinað mismunandi þjóðerni, ólíka húðliti og öðruvísi trúarbrögð,“ sagði Kimmich. Germany midfielder Joshua Kimmich has slammed as “absolutely racist” a survey and its findings that one in five Germans would prefer more white players on the national team.@AP #Germany #DFBTeam #Kimmich #racism #Germans 🇩🇪https://t.co/3Gbeu1VdFa— Ciarán Fahey (@ciar_nfahey) June 1, 2024 Myndi sakna fullt af leikmönnum „Okkar lið snýst um það. Ég myndi sakna fullt af leikmönnum ef þeir væru ekki hérna með okkur. Þetta er bara rasismi og á ekki heima í okkar búningsklefa,“ sagði Kimmich. Kimmich ræddi við fjölmiðla í æfingabúðum þýska landsliðsins í Herzogenaurach. Sex blökkumenn eru 27 manna æfingahópi Þjóðverja. Fáránleg spurning „Þegar þú veltir því fyrir þér að við erum að fara að halda Evrópumót heima hjá okkur og þá er fáránlegt að spyrja svona spurningar. Okkar markmið er að sameina þjóðina. Þetta snýst um að ná að gera frábæra hluti saman. Okkar lið erum að reyna að fá alla að baki okkur,“ sagði Kimmich. Þjóðverjar spila vináttulandsleiki við Úkraínu á morgun og á móti Grikklandi fjórum dögum síðar. Þeir eru í riðli á EM með Skotlandi, Ungverjalandi og Sviss. Aus einer Umfrage der ARD Sportschau geht hervor, dass sich 21 % der Befragten eine weißere Nationalmannschaft wünschen. Wann hört endlich diese rassistische Kackscheisse auf? Danke Josua, für die stabile Reaktion! #Kimmich pic.twitter.com/D7px8tmJIQ— 𝚂𝙾𝚁𝙶𝙴𝙽𝙺𝙸𝙽𝙳 (@Adlershofer1892) June 1, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Þýskaland Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti