„Þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2024 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir Vísir/Sigurjón Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð á dögunum annar Íslendingurinn til að tryggja sæti sitt á Ólympíuleikunum í París í ágúst næst komandi. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni síðustu misseri. Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Guðlaug Edda er í grunninn sundkona en færði sig svo yfir í þríþraut og varð atvinnukona í greininni árið 2017. Hún var við það að ljúka fimm vikna keppnisreisu um Asíu þegar hún fékk þau tíðindi fyrir tæpri viku að hún hefði tryggt sæti sitt á Ólympíuleikunum og þar með langþráður draumur að rætast. „Þetta er eitthvað sem ég er búin að vera að vinna að núna í ótrúlega langan tíma. Þetta er búin að vera erfið og löng vegferð og draumur sem ég hef haft mjög lengi. Ég fann stolt, gleði og ótrúlega góða og hamingjusama tilfinningu,“ segir Guðlaug um tilfinninguna þegar það lá ljóst fyrir að hún væri á leið á leikana. Erfitt að missa vinnuna og félagslífið á sama tíma Þrítþrautarferillinn hefur rifið hana heimshorna á milli að keppa á mótum og margt komið upp síðustu ár. Covid faraldurinn setti sitt strik í reikninginn en þá hafa meiðsli strítt henni undanfarin ár. „Ég fór örugglega í gegnum ákveðið sorgarferli. Þegar maður helgar líf sitt íþróttunum þá er mjög erfitt að meiðast. Maður eyðir öllum sínum tíma í þetta. Manns félagslega tenging er að fara á æfingar og þetta er vinnan manns líka, svo maður missir sína félagslegu tengingu og vinnuna á sama tíma,“ „Ég átti mjög erfitt í fyrra. Það tók mig mikinn tíma að vinna mig til baka, fór í gegnum ákveðið sorgarferli og var ekki viss um að ég gæti unnið mig til baka,“ segir Guðlaug. Erfitt að lifa undir staðalímyndinni Guðlaug segist hafa haft ákveðna mynd af því hvað einkenndi Ólympíufara og átt til að taka íþróttinni og öllu sem fylgdi full alvarlega. Meiðslin og mótlætið hafi kennt henni að slaka betur á og njóta sín betur í eigin skinni. „Með því að gera það þá allt í einu komst maður inn og er að keppa vel. Ég þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf. Ég er bara venjuleg stelpa úr Kópavogi. Vonandi hvetur þetta alla til að dreyma um að ná markmiðum sínum,“ segir Guðlaug. En hefur það sokkið inn að hún sé á leið á Ólympíuleikana? „Jaa, nei, ég veit það ekki. Upp og niður. Áðan var ég að labba úti og þá kom hugsunin ómægad, þetta er að fara að gerast! Þannig að einhverju leyti já, og einhverju leyti nei,“ segir Guðlaug brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Þríþraut Tengdar fréttir Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00 „Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Hættulegt fyrir Guðlaugu Eddu að keppa á ÓL í París? Guðlaug Edda Hannesdóttir verður meðal keppanda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna í París eftir velheppnaða Asíuferð sína. Gull, silfur og brons tryggði henni ÓL-sætið. Margir hafa áhyggjur af þeim aðstæðum sem þríþrautarfólkinu er boðið upp á eða að þurfa að synda í skítugu vatni Signu. 30. maí 2024 08:00
„Litla Edda öskrar inn í mér“ Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. 28. maí 2024 08:31
Guðlaug Edda komin með Ólympíusæti Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur fengið boð um að taka þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. maí 2024 16:47