Efndi til þrælauppboðs í kennslustund Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 09:04 Tveir svartir nemendur voru beðnir um að standa á meðan samnemendur þeirra lögðu mat á líkamlega eiginleika þeirra, meðal annars styrk og tannheilsu. Getty Skólayfirvöld í Massachusetts í Bandaríkjunum hafa sent grunnskólakennara í tímabundið launað leyfi eftir að hann efndi til „þrælauppboðs“ í kennslustund. Atvikið átti sér stað í janúar síðastliðnum þegar kennarinn var að kenna tíu ára börnum um sögu Suðurríkjanna. Bað hann tvö svört börn um að standa upp og efndi til umræða meðal nemendahópsins um líkamlega eiginleika barnanna tveggja, til að mynda styrk þeirra og tannheilsu. Annað atvik átti sér stað í apríl en þá las kennarinn úr bók sem er ekki í kennsluskránni og notaði nirðandi orðalag sem var ekki að finna í bókinni. Foreldrar áttu fund með kennaranum og skólastjóra Margaret A. Neary School í Southborough og daginn eftir tók kennarinn reiði sína út á nemandanum sem hafði tilkynnt um atvikin. Skólastjórinn var einnig sendur í leyfi í kjölfarið. Yfir 65 prósent nemenda við skólann eru hvít og aðeins tvö prósent svört. Það vekur athygli að þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik rata í fréttir vestanhafs þar sem þrælauppboð eru „sett á svið“. Í mars síðastliðnum var greint frá því að yfirvöld í Massachusetts væru að skoða að gefa út ákærur á hendur sex unglingum sem höfðu gerst sek um grófa hatursorðræðu á Snapchat og efnt til gervi-uppboðs á tveimur nemendum. Þá greindu skólayfirvöld í Norður-Karólínu frá þvi árið 2022 að þau hygðust endurskoða skólareglur og agaviðurlög eftir að hvítir nemendur þóttust selja svarta samnemendur sína á uppboði. New York Times greindi frá. Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Atvikið átti sér stað í janúar síðastliðnum þegar kennarinn var að kenna tíu ára börnum um sögu Suðurríkjanna. Bað hann tvö svört börn um að standa upp og efndi til umræða meðal nemendahópsins um líkamlega eiginleika barnanna tveggja, til að mynda styrk þeirra og tannheilsu. Annað atvik átti sér stað í apríl en þá las kennarinn úr bók sem er ekki í kennsluskránni og notaði nirðandi orðalag sem var ekki að finna í bókinni. Foreldrar áttu fund með kennaranum og skólastjóra Margaret A. Neary School í Southborough og daginn eftir tók kennarinn reiði sína út á nemandanum sem hafði tilkynnt um atvikin. Skólastjórinn var einnig sendur í leyfi í kjölfarið. Yfir 65 prósent nemenda við skólann eru hvít og aðeins tvö prósent svört. Það vekur athygli að þetta er ekki í fyrsta sinn sem atvik rata í fréttir vestanhafs þar sem þrælauppboð eru „sett á svið“. Í mars síðastliðnum var greint frá því að yfirvöld í Massachusetts væru að skoða að gefa út ákærur á hendur sex unglingum sem höfðu gerst sek um grófa hatursorðræðu á Snapchat og efnt til gervi-uppboðs á tveimur nemendum. Þá greindu skólayfirvöld í Norður-Karólínu frá þvi árið 2022 að þau hygðust endurskoða skólareglur og agaviðurlög eftir að hvítir nemendur þóttust selja svarta samnemendur sína á uppboði. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira