Brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2024 12:15 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Mjög brýnt er að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs að mati prófessors í stjórnmálafræði til að tryggja víðtækari stuðning við þann sem er kjörinn. Sigur Höllu Tómasdóttur sé augljóslega taktískur að vissu leyti. Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Fylgisaukning Höllu Tómasdóttur í aðdragana kosninga telst líklega söguleg en hún mældist með rúm fimm prósent hinn 8. maí. Á kjördag um þremur vikum síðar hlaut hún að lokum þrjátíu og fjögur prósent atkvæða Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigurinn taktískan að vissu leyti. Þrír hafi um tíma barist um að verða keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Svo gerist það í rauninni síðustu tvo dagana fyrir kjörið að Halla Tómasdóttir verður augljós keppninautur. Og þá safnast stuðningurinn til hennar, til að mynda mjög augljóslega frá Höllu Hrund og Baldri Þórhallssyni,“ segir Eiríkur. Halla Tómasdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Hrund Logadóttir á kosningavöku Stöðvar 2.Eiríkur segir ljóst að fylgi hafi sópast frá Höllu Hrund til Höllu Tómasdóttur þegar sú síðarnefnda varð augljós kostur gegn Katrínu.Vísir/Silja Eírkur telur ljóst að fólk hafi að lokum valið á milli þeirra líklegustu til að ná kjöri og því megi fallast á að nokkurs konar fyrsta umferð kosninga hafi farið fram í könnunum. „Staðreynd málsins er sú að fólk vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ þannig það er líklegra til að kjósa frambjóðenda sem það telur eiga möguleika, jafnvel þó það myndi heldur vilja einhvern annan sem ekki er talinn eiga möguleika.“ Hann telur þó ekki ástæðu til að endurskoða birtingu skoðanakannana rétt fyrir kjördag. Um sjálfsagðar upplýsingar sé að ræða. Pirrandi en ekki andlýðræðislegt „Yfirleitt eru meiri upplýsingar betri en minni þannig það er í sjálfu sér ekkert athugavert við að kjósendur fái þessar upplýsingar, eins og aðrar, til að styðjast við þegar það tekur sína ákvörðun,“ segir Eiríkur og bendir á að þeir sem mælast með mjög lítið fylgi eigi þó vissulega erfiðara með að ná eyrum fólks og taka flugið síðar meir. „Þannig ýkist kannski munurinn að einhverju leyti á milli þerira sem standa fremst og teljast eiga raunhæfan möguleika og þeirra sem lenda neðar. En það er í sjálfu sér ekkert andlýðræðislegt við það, þó að það kunni að vera pirrandi fyrir frambjóðendur.“ Breyta þarf fyrirkomulagi forsetakjörs að mati Eiríks.vísir/Vilhelm Eiríkur telur hins vegar mjög brýnt að breyta fyrirkomulagi forsetakjörs; bagalegt sé að forseti geti verið kjörinn með lítinn hluta atkvæða á bak við sig. Tvær umferðir séu þekkt fyrirkomulag en einnig sé hægt að ná sömu markmiðum með forgangsröðun, líkt og til dæmis sé gert á Írlandi. „Þá forgangsraðar kjósandi til dæmis þremur frambjóðendum og raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti. Síðan er reikningskúnstin þannig að fyrst dettur út sá frambjóðandi sem fæst atkvæði hlýtur. Þá tekur annað val gildi hjá þeim sem greiddu honum atkvæði í fyrsta sæti, og svo koll af kolli, þar til forseti hefur verið kjörinn með forgangsröðuðu atkvæði og stuðningi meirihluta kjósenda.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira