KA áfrýjar dómi í máli Arnars gegn félaginu til Landsréttar Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2024 14:30 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands í máli Arnars Grétarssonar gegn félaginu til Landsréttar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu KA í dag. Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Knattspyrnufélag Akureyrar þyrfti að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu ellefu milljónir króna. Arnar krafðist greiðslunnar og höfðaði mál vegna árangurs KA í Sambandsdeild Evrópu sumarið 2023 en hann yfirgaf félagið seint á leiktíðinni 2022. Samkvæmt samningi Arnars átti hann rétt á ákveðnu hlutfalli Evróputekna KA á meðan hann stýrði liðinu en undir hans stjórn lenti liðið í Evrópusæti sumarið 2022 og tók því þátt í Sambandsdeildinni árið eftir. Var KA dæmt til að greiða Arnari 8.779.998 krónur auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þá skyldi KA greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Nú er ljóst að KA ætlar ekki að una þeirri niðurstöðu og áfrýjar félagið til Landsréttar: „KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti,“ segir í yfirlýsingu KA. Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti. KA Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Knattspyrnufélag Akureyrar þyrfti að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu ellefu milljónir króna. Arnar krafðist greiðslunnar og höfðaði mál vegna árangurs KA í Sambandsdeild Evrópu sumarið 2023 en hann yfirgaf félagið seint á leiktíðinni 2022. Samkvæmt samningi Arnars átti hann rétt á ákveðnu hlutfalli Evróputekna KA á meðan hann stýrði liðinu en undir hans stjórn lenti liðið í Evrópusæti sumarið 2022 og tók því þátt í Sambandsdeildinni árið eftir. Var KA dæmt til að greiða Arnari 8.779.998 krónur auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þá skyldi KA greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Nú er ljóst að KA ætlar ekki að una þeirri niðurstöðu og áfrýjar félagið til Landsréttar: „KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti,“ segir í yfirlýsingu KA. Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.
Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.
KA Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Valdimar verður með í forsetaslagnum Sport Fleiri fréttir Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira