Svalir við það að fjúka af húsi í óveðrinu Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 4. júní 2024 10:45 Mynd úr Mývatnssveit Daði Lange „Veðrið setti strik í ferðir fólks í gærkvöldi og nótt,“ segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu um verkefni slysavarnafélagsins síðastliðinn sólarhring en vont veður hefur verið víða um landið. Að sögn Jóns Þórs var veðrið verst á norð- austur horninu. Hann segir að um sé að ræða óvenjuleg verkefni fyrir júnímánuð og vísar til orða veðurfræðinga sem segja sérstakt hvað þetta veður muni vara lengi. Myndband frá Skútustöðum í morgun. „Þetta byrjaði í gærkvöldi með því að ferðamenn sem voru á Kísilvegi milli Mývatns og Húsavíkur lentu í vandræðum í snjó. Þar fór björgunarsveitin á Mývatni í að aðstoða fólk á tveimur bílum sem höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. „Seinna um kvöldið fór bíll útaf vegna veðurs við Vaðlaheiðagöng. Það brotnuðu í honum nokkrar rúður og ljóst að það yrði ekki haldið áfram á því ökutæki. Það var fært inn í göngin bara til að komast í göngin.“ Frá Ólafsfirði í morgun.Aðsend Þá segir hann að seinna um kvöldið hafi skip losnað frá bryggju í Norðfirði. „Það var svo fært fyrir eigin vélarafli milli leiguplássa í höfninni í meira skjól.“ Jón Þór segir að í frystihúsinu í Neskaupstað hafi vinhviður mælst allt að 49 metrar á sekúndu. Ert þú með myndir af óveðrinu? Þú getur sent okkur póst með myndum á ritstjorn@visir.is Einnig minnist Jón Þór á að hleri hafi losnað af bæ í Breiðdal, og í Reyðarfirði hafi svalir verið við það að fjúka af húsi. Þá voru björgunarsveitir kallaðar út á sjöunda tímanum í morgun vegna göngumanns við Selandafjall sem treysti sér ekki að halda áfram göngu vegna snjóa. „Það er allavega ljóst að veðurfræðingar voru ekki að fara með neinar fleipur þegar þeir vöruðu við þessu veðri.“ Mynd úr MývatnssveitDaði lange Mynd úr MývatnssveitDaði Lange Veður Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Hann segir að um sé að ræða óvenjuleg verkefni fyrir júnímánuð og vísar til orða veðurfræðinga sem segja sérstakt hvað þetta veður muni vara lengi. Myndband frá Skútustöðum í morgun. „Þetta byrjaði í gærkvöldi með því að ferðamenn sem voru á Kísilvegi milli Mývatns og Húsavíkur lentu í vandræðum í snjó. Þar fór björgunarsveitin á Mývatni í að aðstoða fólk á tveimur bílum sem höfðu fest sig,“ segir Jón Þór. „Seinna um kvöldið fór bíll útaf vegna veðurs við Vaðlaheiðagöng. Það brotnuðu í honum nokkrar rúður og ljóst að það yrði ekki haldið áfram á því ökutæki. Það var fært inn í göngin bara til að komast í göngin.“ Frá Ólafsfirði í morgun.Aðsend Þá segir hann að seinna um kvöldið hafi skip losnað frá bryggju í Norðfirði. „Það var svo fært fyrir eigin vélarafli milli leiguplássa í höfninni í meira skjól.“ Jón Þór segir að í frystihúsinu í Neskaupstað hafi vinhviður mælst allt að 49 metrar á sekúndu. Ert þú með myndir af óveðrinu? Þú getur sent okkur póst með myndum á ritstjorn@visir.is Einnig minnist Jón Þór á að hleri hafi losnað af bæ í Breiðdal, og í Reyðarfirði hafi svalir verið við það að fjúka af húsi. Þá voru björgunarsveitir kallaðar út á sjöunda tímanum í morgun vegna göngumanns við Selandafjall sem treysti sér ekki að halda áfram göngu vegna snjóa. „Það er allavega ljóst að veðurfræðingar voru ekki að fara með neinar fleipur þegar þeir vöruðu við þessu veðri.“ Mynd úr MývatnssveitDaði lange Mynd úr MývatnssveitDaði Lange
Veður Björgunarsveitir Þingeyjarsveit Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira