Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júní 2024 20:01 Krökkunum finnst virkilega gaman að mæta í gróðurhúsið. Vísir/Sigurjón Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best. Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt. Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt.
Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira