Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 12:47 Farþegar og áhöfn koma úr vél Icelandair. Ekki er vitað hvort þeir þessir hafi lent í honum kröppum með afþreyingarkerfi vélanna en verið er að reyna að koma þeim hroða sem þar má finna í lag. En það gæti tekið tíma. vísir/vilhelm „Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið. Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira