Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 12:47 Farþegar og áhöfn koma úr vél Icelandair. Ekki er vitað hvort þeir þessir hafi lent í honum kröppum með afþreyingarkerfi vélanna en verið er að reyna að koma þeim hroða sem þar má finna í lag. En það gæti tekið tíma. vísir/vilhelm „Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið. Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira