„Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2024 17:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. „Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“ Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
„Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira