Snæviþakinn völlur á Akureyri: „Eina vitið að spila í apríl og taka frí í júní“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 13:00 Vallaraðstæður á Akureyri bjóða ekki beint upp á að leiknir séu knattspyrnuleikir í efstu deild um þessar mundir. @saevarp Þrátt fyrir að sumarið sé gengið í garð er óhætt að segja að aðstæður til knattspyrnuiðkunnar utandyra séu ekki eins og best verður á kosið um land allt. Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki. Besta deild karla KA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að vera farnir að þekkja nokkuð vel getur brugðið til beggja vona þegar kemur að veðrinu hér á landi. Gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi frá því í gær, þriðjudag, og á veðrinu ekki að slota fyrr en á morgun, fimmtudag. Þessu hafa Akureyringar meðal annarra fengið að kynnast og miðað við myndir af Greifavellinum á Akureyri, heimavelli KA í Bestu-deild karla, eru vallaraðstæður langt frá því að vera í toppmálum. Sævar Pétursson birti mynd af Greifavellinum á X-síðu sinni í morgun og þar má sjá að völlurinn er algjörlega þakinn í snjó. Í færslunni skýtur hann einnig létt á þá sem efuðust um það að vallaraðstæður yrðu í lagi þegar mótið hófst í apríl. „Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjórann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka frí fyrstu vikuna í júní,“ ritar Sævar í færslunni sem má sjá hér fyrir neðan. Veit ekki hvað menn eru að efast með mótastjorann. Sá það enginn nema hann að það er eina vitið að spila í apríl og taka fri fyrstu vikuna í júní 👏🏼👏🏼 pic.twitter.com/CkvjMCFylW— saevar petursson (@saevarp) June 5, 2024 Vallaraðstæður á Greifavellinum bjóða hreinlega ekki upp á að leikinn sé fótbolti í efstu deild á Akureyri eins og staðan er núna, og því er líklega nokkuð heppilegt að nú sé einmitt landsleikjahlé. Næsti heimaleikur KA er því ekki fyrr en 23. júní þegar liðið tekur á móti Fram. Fjórum dögum áður heimsækja KA-menn þó Breiðablik í Bestu-deildinni, en KA situr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins fimm stig eftir níu leiki.
Besta deild karla KA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti