Notkun á TikTok og Snapchat dregst saman hjá níu til tólf ára börnum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. júní 2024 08:01 99 prósent framhaldskólanema eiga sinn eigin farsíma og langflestir þátttakendur á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast sammála því að hafa mikið samband við vini sína á samfélagsmiðlum. Getty Hlutfall barna á aldrinum 9 til 12 ára sem nota samfélagsmiðlana TikTok og Snapchat lækkar töluvert frá árinu 2021. Youtube er algengasti samfélagsmiðillinn sem nemendur í 4. til 7. bekk nota en Google og Roblox koma þar á eftir. 99 prósent framhaldsskólanema eiga sinn eigin farsíma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára. Skýrslan er fyrsti hluti af sex og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Hátt hlutfall með eigin aðgang að samfélagsmiðlum þrátt fyrir aldurstakmark Árið 2021 sögðust um 60 prósent barna á aldrinum 9 til 12 ára nota Tiktok og Snapchat, en það hlutfall er nú 36 prósent fyrir TikTok og 41,5 prósent fyrir Snapchat. Fleiri stúlkur en strákar nota miðlana í þessum aldurshópi. 13 ára aldurstakmark er á báðum miðlum. Snapchat, Youtube og TikTok eru þeir miðlar sem flestir nemendur í 8.-10. bekk segjast nota. Heldur færri í þeim aldurshópi nota Roblox en í yngsta hópnum. Á framhaldsskólastigi eru Instagram, Snapchat og TikTok þeir miðlar sem flestir nemendur nefna. Youtube er sá netmiðill sem lendir í fjórða sæti. Meðal yngsta aldurshópsins (4.-7. bekk) er hátt hlutfall notenda Facebook, Instagram, Snapchat, TikTok og Youtube með sinn eigin aðgang á miðlunum þrátt fyrir að aldurstakmörk þeirra séu 13 ára. 99 prósent eiga farsíma Í skýrslunni kemur fram að hlutfall stráka og stelpna sem eiga sinn eigin farsíma er nokkuð jafnt. Mestur munur á snjalltækjaeign stráka og stelpna er eign á leikjatölvum en rúmlega helmingi fleiri strákar en stelpur segjast eiga sína eigin leikjatölvu. Þá er einnig hærra hlutfall stráka sem segjast eiga sitt eigið sjónvarp. Spjaldtölvueign er hins vegar örlítið algengari meðal stelpna en stráka. 99 prósent framhaldskólanema eiga sinn eigin farsíma og langflestir þátttakendur á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast sammála því að hafa mikið samband við vini sína á samfélagsmiðlum. Mikill meirihluti barna í grunnskólum á sinn eigin farsíma. Fjórðungur hefur notað ChatGPT til að leysa skólaverkefni Í könnunninni var spurt um þekkingu og notkun á snjallmenninu ChatGPT. Athygli vekur að mun fleiri strákar en stelpur þekkja til ChatGPT en munurinn minnkar með hækkandi aldri. Meðal nemenda á unglingastigi er 38 prósent munur á strákum og stelpum sem þekkja til snjallmennisins, þ.e. um sjö af tíu strákum þekkja til ChatGPT samanborið við þrjár af hverjum tíu stelpum. Í framhaldsskóla þekkja 90% stráka til snjallmennisins en tæpur helmingur þeirra (46%) segist hafa notað það til að leysa skólaverkefni. Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild. TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um tækjaeign og virkni á samfélagsmiðlum meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára. Skýrslan er fyrsti hluti af sex og byggir á niðurstöðum könnunarinnar „Börn og netmiðlar“ sem Menntavísindastofnun framkvæmdi fyrir Fjölmiðlanefnd í 53 grunnskólum og 25 framhaldsskólum. Hátt hlutfall með eigin aðgang að samfélagsmiðlum þrátt fyrir aldurstakmark Árið 2021 sögðust um 60 prósent barna á aldrinum 9 til 12 ára nota Tiktok og Snapchat, en það hlutfall er nú 36 prósent fyrir TikTok og 41,5 prósent fyrir Snapchat. Fleiri stúlkur en strákar nota miðlana í þessum aldurshópi. 13 ára aldurstakmark er á báðum miðlum. Snapchat, Youtube og TikTok eru þeir miðlar sem flestir nemendur í 8.-10. bekk segjast nota. Heldur færri í þeim aldurshópi nota Roblox en í yngsta hópnum. Á framhaldsskólastigi eru Instagram, Snapchat og TikTok þeir miðlar sem flestir nemendur nefna. Youtube er sá netmiðill sem lendir í fjórða sæti. Meðal yngsta aldurshópsins (4.-7. bekk) er hátt hlutfall notenda Facebook, Instagram, Snapchat, TikTok og Youtube með sinn eigin aðgang á miðlunum þrátt fyrir að aldurstakmörk þeirra séu 13 ára. 99 prósent eiga farsíma Í skýrslunni kemur fram að hlutfall stráka og stelpna sem eiga sinn eigin farsíma er nokkuð jafnt. Mestur munur á snjalltækjaeign stráka og stelpna er eign á leikjatölvum en rúmlega helmingi fleiri strákar en stelpur segjast eiga sína eigin leikjatölvu. Þá er einnig hærra hlutfall stráka sem segjast eiga sitt eigið sjónvarp. Spjaldtölvueign er hins vegar örlítið algengari meðal stelpna en stráka. 99 prósent framhaldskólanema eiga sinn eigin farsíma og langflestir þátttakendur á unglinga- og framhaldsskólastigi segjast sammála því að hafa mikið samband við vini sína á samfélagsmiðlum. Mikill meirihluti barna í grunnskólum á sinn eigin farsíma. Fjórðungur hefur notað ChatGPT til að leysa skólaverkefni Í könnunninni var spurt um þekkingu og notkun á snjallmenninu ChatGPT. Athygli vekur að mun fleiri strákar en stelpur þekkja til ChatGPT en munurinn minnkar með hækkandi aldri. Meðal nemenda á unglingastigi er 38 prósent munur á strákum og stelpum sem þekkja til snjallmennisins, þ.e. um sjö af tíu strákum þekkja til ChatGPT samanborið við þrjár af hverjum tíu stelpum. Í framhaldsskóla þekkja 90% stráka til snjallmennisins en tæpur helmingur þeirra (46%) segist hafa notað það til að leysa skólaverkefni. Hér er hægt að nálgast skýrsluna í heild.
TikTok Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira