Hvað skiptir þig máli? Einföld leið til að bæta heilbrigðisþjónustu Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 6. júní 2024 11:30 Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einn af grunnþráðum heilbrigðisvísinda hefur í gegnum tíðina verið að finna út hvað amar að sjúklingum og leita allra leiða til lækninga. Heilbrigðisstarfsfólk hefur öðlast bæði þekkingu og þjálfun í þessum þáttum, en um leið gleymist oft í amstri dagsins að huga að því hvað skiptir sjúklinga raunverulegu máli á (stundum grýttri) leið sinni í gegnum heilbrigðiskerfið. Sem dæmi má nefna að í gegnum tíðina hefur fjöldi fólks greinst með ólæknandi sjúkdóma og gengið í gegnum meðferð og lífslok, án þess að nokkurn tímann væri rætt hvernig sjúklingurinn vildi lifa sín síðustu ár og hvernig hann sæi lífslokin fyrir sér. Í rúman áratug hefur heilbrigðisstarfsfólk víða um heim unnið að því að efla þekkingu á því hvernig megi ræða við sjúklinga um hvað skiptir þá raunverulega máli. Dagurinn í dag, 6. júní, er helgaður þessari hreyfingu og við spyrjum „hvað skiptir þig máli?“, frekar en „hvað amar að þér?“ Samtal bætir meðferðarsamband Í flóknu heilbrigðiskerfi nútímans hafa orðið örar tækniframfarir sem hafa að sumu leyti gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk er meira við tölvu og minna við rúm sjúklings. Það er þó ekkert sem kemur í staðinn fyrir það samband sem þarf að vera milli notenda og veitenda í heilbrigðisþjónustu. Traust meðferðarsamband eykur líkur á betri útkomu í meðferð og bætir upplifun af þjónustunni og gerir veikindi þar með bærilegri. Gott meðferðarsamband gerir starf heilbrigðisstarfsfólks líka innihaldsríkara og stuðlar þannig að betra starfsumhverfi. Það eru margar leiðir til að spyrja hvað skiptir sjúklinga máli en spurningarnar þurfa að vera opnar og bjóða upp á samtal. Hvað skiptir þig máli? Hvað veldur þér mestum áhyggjum? Hvað er mikilvægt fyrir þig? Hvernig get ég stutt þig í dag? Þetta eru allt dæmi um spurningar sem er hægt að nota til að fá fram sjónarmið sjúklinga, sem aftur nýtast til að tryggja að þeir fái sem besta þjónustu. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, ólík viðhorf og gildi. Markmiðið með þessari spurningu er að fá fram sjónarmið sjúklinga og heyra hvað raunverulega skiptir þá máli og hvernig aðlaga megi þjónustuna að þeirra þörfum. Með þessum spurningum fást upplýsingar sem eru ekki aðgengilegar með neinu öðru móti og hjálpa til við að byggja upp tengsl. Sjúklingur fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð og hefur áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur mikla faglega þekkingu og nýtir hana oft til að áætla hvað skiptir fólk máli án þess að spyrja. Við þurfum að leggja meiri áherslu á að spyrja, hlusta á svörin og bregðast við því sem skiptir fólk máli. Þannig er hægt að vinna að því að gera heilbrigðiskerfið allt raunverulega notendavænt. Prófum okkur áfram Ég hvet allt heilbrigðisstarfsfólk til að nota daginn í dag til að staldra við og hugsa hvort þau hafi raunverulega spurt sjúklinga og/eða aðstandendur hvað skiptir þau máli. Ef ekki, þá er kjörið að byrja núna og hægt er að fá ýmis góð ráð í gegnum wmty.world. Þetta er einföld leið til að gera þjónustuna notendamiðaðri og á sama tíma skemmtilegri fyrir fagfólk. Það þarf ekki að vera flókið, það er hægt að prófa að spyrja eina manneskju – hvað skiptir þig máli í dag? Hlusta á svarið og vinna að því að mæta þeim óskum og sjá hvað gerist. Höfundur er talskona sjúklinga á Landspítala
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun