Þar sem umhverfismál og kvenréttindi mætast: Umhverfis- og félagslegt réttlæti í tískuiðnaðinum Grace Achieng skrifar 6. júní 2024 12:01 Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast í flókinni dýnamík sem hefur miklar afleiðingar fyrir allar konur en sérstaklega konur í þróunarlöndum. Skilningur á þessum málum skiptir lykilatriði í viðbrögðum við neikvæðum áhrifum tískuiðnaðarins á berskjölduð samfélög og þeim lausnum sem sjálfbærir starfshættir í tískuiðnaðinum geta haft upp á að bjóða. Starfsemi tískuiðnaðarins hefur miklar umhverfis- og félagslegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega í þróunarlöndum þar sem meirihluti fataframleiðslu fer fram og hraðtískumunir eru urðaðir. Stöðug viðleitni hraðtískuiðnaðarins við að ná lægri kostnaði og hraðari framleiðslu leiðir oft til starfshátta sem valda arðráni, neikvæðum umhverfisáhrifum og efnahagslegri berskjöldun á þessum svæðum. Þetta hefur mest áhrif á konur (og börn), sem eru í meirihluta meðal starfsfólks fataframleiðsluiðnaðarins. Umhverfisáhrif notkunar tískuiðnaðarins á auðlindafrekum framleiðsluaðferðum og efnum eru m.a. mengun, eyðing skóga og loftslagsbreytingar. Af ýmsum ástæðum eru það konur og börn sem verða fyrir mestum áhrifum af þeim. Textíllitun er t.d. mikill valdur vatnsmengunar um allan heim, þar sem ósíaður vatnsúrgangur mengar vatnsból og vistkerfi. Einnig stuðlar vinnsla hráefna eins og t.d. bómullar og gerviefna að eyðingu vistkerfa og losun gróðurhúsalofttegunda. Hvað félagsleg mál varðar vinna konur í fataverksmiðjum oft við lélegar vinnuaðstæður, m.a. lág laun, langa vinnudaga og óöruggt vinnuumhverfi. Þeim er oft neitað um grundvallaratvinnuréttindi og -vernd eins og t.a.m. sanngjörn laun, heilbrigðisþjónustu og vernd gegn mismunun og áreitni. Í mörgum tilfellum stuðlar það að konur þurfi að reiða sig á fataframleiðsluvinnu að áframhaldandi hringrás fátæktar og vanmáttar, sem kemur í veg fyrir að þær geti komist út úr óæskilegum vinnuaðstæðum. Sjálfbærir tískustarfshættir veita fjölþætta lausn við þessum áskorunum með því að leggja áherslu á siðferðilega framleiðslu, sanngjörn vinnuskilyrði og ábyrgð í umhverfismálum. Með því að stuðla að gagnsæi og ábyrgð í allri birgðakeðjunni efla sjálfbær tískumerki hag verkafólks og samfélaga í þróunarlöndum. Framtök eins ogFair Wear Foundation ogEthical Trading Initiative vinna t.d. að því að bæta vinnuskilyrði og réttindi verkafólks með vöktun, eflingu og málsvörun. Sjálfbær tíska nýtir einnig aðrar framleiðsluaðferðir og efni sem hafa sem minnst áhrif á umhverfið og stuðla að félagslegri ábyrgð. Lífræn bómullarframleiðsla dregur t.d. úr notkun skordýraeiturs og verndar heilsu og velferð bænda. Framtök eins ogBetter Cotton Initiative koma einnig á framfæri sjálfbærum landbúnaðaraðferðum og styðja smábændur, sem eru oft konur, í þróunarlöndum. Þar að auki ýtir sjálfbær tíska undir efnahagslega eflingu og frumkvöðlatækifæri kvenna í þróunarlöndum. Framtök á borð við sanngjörn viðskipti og félagsleg fyrirtæki veita konum aðgang að þjálfun, fé og markaðstækifærum, sem gerir þeim kleift að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum á sjálfbæran hátt. Stofnanir eins og t.d.Fashion Revolution ogThe Nest styðja við handverkssamfélög og stuðla að inngildandi birgðakeðjum sem valdefla handverkskonur og varðveita hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Þar sem umhverfismál, kvenréttindi og tískuiðnaðurinn mætast er þörf á heildrænni nálgun sem leggur áherslu á félagslega, efnahagslega og umhverfislega sjálfbærni. Sjálfbærir tískustarfshættir ryðja okkur braut í átt að réttlátari og jafnari iðnaði þar sem réttindi og velferð kvenna skipta höfuðmáli í framleiðsluferlinu. Með því að styðja siðferðileg og inngildandi tískuframtök geta neytendur stuðlað að jákvæðum breytingum og lagt sitt af mörkum við að skapa öllum sjálfbærari framtíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic ehf og stjórnarkona Stjórnvísi.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun